Kreppan?

Hef verið að vinna í gjafa og túrista búð síðustu ca. 9 mánuði. Reyndar sem aðstoðarverslunarstjóri (vá, langur titill) sl.4 mánuði.

En eftir að þessi "kreppa" skall á í byrjun október, hefur aldrei verið meira að gera. Mest þó landarnir að kaupa jólagjafir fyir ættingja eða vini erlendis, sem er skiljanlegt. Svo núna í desember er 90% aukning í búðinni "minni" og það eru ekki bara ferðamenn, þó svo þeir geti verið stórtækir um helgar.

Er landinn búinn að missa vitið, eða hvað..... Eru þetta síðustu jólin, síðan bara heimsendir?

Algengt er að það sé keyptur ullar fatnaður hjá mér að andvirði 10.000 og tekið fram að þetta sé gjöf, geturðu pakkað þessu inn. En það góða við þetta er, að fólk spyr: er þetta ekki örugglega innlend framleiðsla?

Þannig að allavega fæ ég þau skilaboð, Við kaupum íslenskt fyrir þessi jól, sem er bara besta mál ;)

eða var einhver kominn með einkaleyfi á þessum brosköllum :(


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Halló þú segist vera að vinna í túristabúð, ég er búin að leita út um allan bæ af svona islenskum fótbotltasokkum, alveg eins og "strákarnir okkar"spila í (með fánalitunum á).

Ertu nokkuð að selja svoleiðis?

Kveðja

Kolbrún (IP-tala skráð) 15.12.2008 kl. 00:27

2 Smámynd: Fishandchips

Sorrý, ekki með neitt svoleiðis. Prufaðu íþróttabúðirnar.

En ég er með allskonar flotta sokka, með fána, áletrunum og alles.

Kveðja

Fishandchips, 15.12.2008 kl. 23:34

3 identicon

Takk fyrir, kíki í næstu bæjarferð

Kveðja

Kolbrún (IP-tala skráð) 16.12.2008 kl. 10:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

barabull

Höfundur

Fishandchips
Fishandchips

Er bara á besta aldri. 2 krakkar, misjafnlega uppkomnir, kall og 2 kettir á heimilinu. Finnst bara gaman að bulla smá og hafa samskipti við allskonar fólk

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband