Loksins fæðist eitthvað...

Ætla að byrja á að þakka ykkur innlitið. Greinilega einhverjir að vonast eftir nýju bloggi.

En allt við það sama, er enn á lífi. Nokkurnvegin

Annars skeði svolítið fyndið eina nóttina.... Makinn að fara eldsnemma í hringferð og prófferð með leiðsöguskólanum. Þá vaknar hann um miðja nótt, við það að ég er að reyna að ná koddanum hans.

Hann spyr alveg gáttaður " Hvað" en ég segi bara " uss, haltu áfram að sofa"  Þannig gekk þetta víst í nokkur skipti. En að lokum þreif ég koddann og flissaði eins og smástelpa. Ég man eftir að vera komin með koddann hans, en var fljót að skila honum aftur. Ekkert svo þægilegur. ;)

Svo þegar hann kom úr ferðinni.... Byrjar hann ekki að hrjóta um leið og ég var að sofna... Ég sparka í hann og það er þögn.... er alveg að sofna aftur þá kemur hhhrrrroootttt.....

Svona gekk þetta alla nóttina... Þurfti að mæta í vinnu ósofin. Það er virkilega vont að fá ekki svefninn sinn.

 Annars er ég búin að vera að prófa ýmiskonar dæmi, til að sofa. Er yfirleitt vöknuð milli 4 og 5 á morgnana. Er akkúrat að sofna aftur um hálf 7, en þá þarf maður að fara á fætur eftir korter.

Fór á læknavaktina um daginn og fékk eitthvað sem á að hjálpa mér að sofa alla nóttina. Þetta er ekki svefnlyf, heldur geðlyf. En þetta virðist virka. Ég vakna snemma á morgnana, en á auðveldara með að sofna aftur.

Ógeðslega gott að fá 3ja daga helgarfrí... En svo er bara að vinna í 3 daga, svo er ég hætt í vinnunni og skólinn tekur við.... Get varla beðið...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Sigurgeirsson

Og ég nota bara eyrnartappa og færi mig aðeins fær þegar konan ætlar að stela koddanum.

Jón Sigurgeirsson , 6.6.2007 kl. 09:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

barabull

Höfundur

Fishandchips
Fishandchips

Er bara á besta aldri. 2 krakkar, misjafnlega uppkomnir, kall og 2 kettir á heimilinu. Finnst bara gaman að bulla smá og hafa samskipti við allskonar fólk

Færsluflokkar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband