Frábær kennari.....

Ektamakinn er kennari og er það starf oft á tíðum vanmetið. Hann ákvað að taka stöðu hjá öðrum skóla næsta haust, enda hentar það betur. En hans verður greinilega saknað í núverandi skóla, það sannar ljóð sem hann fann á púltinu, eftir nokkurra mínútna fjarveru í 7unda bekk.

Okkur fannst þetta svo ljúft, að við urðum að láta aðra njóta þess. Og hér kemur ljóð eftir 14 ára stráka

 

Óður til kennslumanns

Jæja...

Þegar sólin rís og máninn sest,

fær skólinn okkar lítinn gest.

Hann kemur inn og krakkar sig hneigja

hann er sem Guð til ungra peyja.

Gengur inn í kennslustofu,

tekur upp Topp,tilbúinn til orrustu.

Byrjar sitt mál á orðinu "jæja"

krakkarnir elska þennan gæja.

Glaumur og gleði fara um hans orð

er hann kennir okkur um þjóðarmorð.

Hann er líkt og kóngur meðal manna,

nei, hann þarf sko ekki að sanna.

 

Svo komumst við að þeirri raun

að hann væri að fara á betri laun.

Tár runnu niður kinnar barna,

frá óþekktarormum til lítilla skarna

Hann sagði "þett er ei ykkar sök"

og færði fyrir því mjög góð rök.

 

Jens, þú snertir okkur öll

Þín góðmennska flytur fjöll

Ef Þorbjörg leifir ei iPod í tíma

tökum við upp okkar síma

Segjum: Þorbjörg, gefðu okkur sjens!

Ef hún neitar, hringjum við í JENS!

 

Hann er maður, betri en aðrir menn,

veitir okkur kennslu, en

annar staðar byrjar að kenna

eftir sumarfrí er byrjar að fenna

 

Bless Jens

 

Höf. Hicks og Ripley


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

barabull

Höfundur

Fishandchips
Fishandchips

Er bara á besta aldri. 2 krakkar, misjafnlega uppkomnir, kall og 2 kettir á heimilinu. Finnst bara gaman að bulla smá og hafa samskipti við allskonar fólk

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 282

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband