9.3.2007 | 20:27
X Factor
Jæja, þá fer factorinn að byrja. Við erum ákveðin í því hjónakornin, að ef Gylfi eða Inga verði ekki send heim í kvöld, þá nennum við ekki að horfa lengur. Þetta er búið að vera þvílikur fáráðnleikur. En vitið þið að Eyvör Pálsdóttir, færeyski söngfuglinn og Jögvan sæti eru par.... Þau allavega sváfu saman á hóteli síðasta föstudag. En þið vitið, alveg bannað að kjafta frá.
Meira eftir showið
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.3.2007 | 21:50
Er bara rasandi...
Var að heyra í fréttunum að foreldrar væru ekki sáttir við inngrip kirkjunnar í skólum.
Er þetta ekki kallað vinalínan eða eitthvað svoleiðis. En mörg börnin okkar eiga í erfiðleikum. Skiptir það máli hvaðan gott kemur? Mér finnst þetta mjög gott framtak, börnin okkar fá tækifæri á að tjá sig við óvilhallan aðila.Foreldrar eru oft of upptekin til að hlusta á barnið. Ég skil ekki þessa foreldra sem setja sig á móti þessu. Ef einhverjir eru tilbúnir að kenna börnum samkend er það bara gott mál. Mér finnst að þetta eigi virkilega rétt á sér á þessum síðustu og verstu tímum. Þeir sem þjóna Guði eru alltaf að reyna að hjálpa. Og það skiptir ekki máli hvað þinn Guð heitir. Guð er bara nafn á þinni innri góðvild. Alveg eins og Satan er nafn á þínum dökku hliðum. Við öll höfum okkar góðu og slæmu hliðar, það er víst mannlegt. En ef við öll leggjumst á eitt, reyna að vera góð við hvort annað, þá held ég að lífið yrði mikið betra
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
6.3.2007 | 21:04
Veikasti hlekkurinn
Sælinú...
Hef stundum verið að pæla... Þar sem við öll stundum vinnu. Hvernig er þitt viðhorf gagnvart þinni vinnu? Ertu bara þarna til að fá launin Mitt viðhorf er þannig, eftir að hafa verið með fullt að útlendingum í vinnu, sem tala lítið sem ekkert , á þeim tungumálum sem við skiljum. Þetta er í langoftast tilvikum besta fólk. Ok, ég viðurkenni að ég er í stjórnunar hlutverki, Mörg okkar eru greinilega ekki að skilja mikilvægi hvers og eins á vinnumarkaðinum En fyrirtæki er eins og keðja... Og engin keðja er sterkari en veikasti hlekkurinn Og ef þú ert ekki að gera þitt besta, þá ertu kannski veiki hlekkurinn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.3.2007 | 22:00
Partýið búið
Þá er maður búinn að halda upp á afmælið með glans...
Ætlaði að sofa vel út á laugardaginn... en var vakin hálf 9. Auðvitað vinnan... Þau geta greinilega ekki verið án mín Og var ómögulegt að sofna aftur. Þannig ég á fætur, las blöðin og fékk mér grænt te. Svo urðu undur og stórmerki. Eiginmaðurinn var kominn á fætur klukkan 9. Ég hélt hreinlega að hann væri veikur, hann er vanur að sofa allavega til hálf ellefu um helgar. Þannig að eftir blaðalestur og heita drykki, fórum við í að taka til og þrífa fyrir kvöldið. Og kláruðum það dæmi fyrir hádegi Svo var ákveðið að á meðan hann fór að klára að versla, að ég færi að kíkja á mömmu upp á spítala á meðan. Hún var bara fjallhress. En þá hringdi símminn aftur "vinnan" Þurfti að koma þar aðeins við á heimleiðinni. Þannig að við vorum ekki að koma heim fyrr en um hálf fjögur. Þá var eldamennskan kom í smá tímaþröng. En þetta reddaðist allt. Í forrétt voru sjávarrétta tartalettur (en ég borða ekki svoleiðis) Þær voru greinilega mjög góðar, þar sem allir fengu sér tvær eða þrjár. Aðalrétturinn voru grilluð lambalæri ( já, við erum löngu byrjuð að grilla aftur) Annað var kryddað með blóðbergi og einiberjum, hitt var með rósmarin og hvítlauk. Svo var sósan alveg einstök, soðið niður allskonar villijurtir, bætt með rjóma og þvílíkt góðgæti. Svo voru bara ostar kex, sulta og ber í eftirrétt. En allir skemmtu sér vel og síðustu gestirnir voru að fara um miðnættið. En ég og mitt svefnleysi. Var vöknuð un 9 morguninn eftir, sem var bara alveg ágætt. Búin með uppvaskið og tiltekt fyrir hádegi...aftur Þannig að restin af deginum fór í afslöppun. Æðislegt
Meira seinna, fyrir ykkur sem nennið að lesa Barabull
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.3.2007 | 21:27
Afmæli
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.2.2007 | 19:06
Það er kalt
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.2.2007 | 19:59
Riðuveikin
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.2.2007 | 20:32
Alltaf heyrir maður eitthvað nýtt
Var að horfa á fréttirnar á stöð 2. Allíeinu... kemur ekki bara viðtal við hann Óla frænda, eins og hann er kallaður á mínu heimili, í sambandi við unglingaheimilið í Kópavogi. Ég fekk staðfest frá bróður hans rétt áðan, að Ólafur Einarsson var vistaður þarna um tíma. Ég þekki nokkuð vel til þessara fjölskyldu, þarsem áðurnefndur Ólafur er föðurbróðir sonar míns. En hvað geta fréttamenn gengið langt??? Þessi Óli er frekar þroskaheftur... hann leit samt frekar út fyrir að vera alki... sem hann er ekki. Eftir venjulegan barnasjúkdóm um eins árs gamall, varð hann svona. Hálfblindur og erfiður. Þegar hann varð unglingur, var hann alltaf að stinga af. Og foreldrarnir öll kvöld úti að leita.
Þau áttu yngri börn, sem þurftu sína athygli og eitt eldra. Þetta með sem hann sagði að hann hefði aldrei fengið skýringar á því, að hann hafi verið vistaður þarna, er þroskahömlun hans að kenna. Hann áttar sig ekki á því að bræður hans þurftu líka umhyggju. En ég er alveg viss um að Tóta og Raggi heldu að þau væru að gera það besta í þessari stöðu.Þau voru alltaf yndisleg, eins og hinir synirnir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.2.2007 | 21:53
bara ánægð
fullt af heimsóknum í dag... en bara eitt kvitt En.... kominn fimmtudagur, sem táknar að ég þarf ekki að elda kvöldmatinn næstu fjóra daga. Makinn er nefnilega kokkurinn á heimilinu, en hann er í kvöldskóla þrjú kvöld í viku og er venjulega ekki kominn heim fyrr en tíu. Þetta er auðvitað útíhött, ég grasekkja öll sumur og líka veturinn... bara jók. Grey kallinn er í fullri vinnu og í tveimur skólum, hann alveg útúrþreyttur. Bara hata það að elda, samt er þetta ekki svo mikið mál. Er bara ein að væblast með sextán ára ungling... eða meðling.... Sem er raunar svolítið mikið matvandur. Hann er um 165 cm á hæð en ekki nema rúmlega 40 kíló. Hann hefur alltaf verið grannur, en það er hálf óhuggulegt, þegar hann liggur á bakinu þá getur maður næstum talið hryggjaliðina.
Hlakka til helgarinnar... Hef átt erfitt með svefn undanfarið... reyna að sofa til hádegis báða dagana. Það er hundleiðinlegt að vakna milli 3 og 4 og sofna svo ekki aftur, fyrr en um hálftíma áður en klukkan hringir. Samt er ég vöknuð ekki seinna en 10 um helgar. Nema ég sé kölluð á bakvakt, þá er ég í draumalandinu þegar síminn hringir.
Hafið þið það öll sem best... Þangað til næst...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.2.2007 | 20:52
Bara að spá í hlutina
Mér stendur nú ekki á sama um þessa kennara. Enn eru þeir að kvarta yfir lélegu kaupi. Heyrði í fréttunum að meðallaun grunnskólakennara væru um 260.000 á mánuði. Mér finnst það bara fín laun. Annars um þetta launamisrétti í þjóðfélaginu. Eru ekki öll störf jafn mikilvæg? Það skiptir ekki máli hvort þú ert skúringakerling eða forstjóri, eða eitthvað þar á milli, ef eina stéttina vantar þá virka hinar ekki. Svo mín hugmynd er að öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir. Og allir fá sömu laun, sem eru í samræmi við vexti og dýrtíð hér á landi, þannig að allir komist vel af. Þá meina ég, þak yfir höfuðið, mat á borðið, frí þar sem þig langar einu sinni á ári og svo auðvitað smá afgang til að við þurfum ekki að ganga í götóttum sokkum og höfum efni á læknisheimsóknum.
Spáið aðeins í þessu. Og nota bene: Er ekki kommúnisti...
Og ekki gleyma, elskurnar að kvitta fyrir innlitið
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Um bloggið
barabull
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar