Færsluflokkur: Bloggar
13.2.2007 | 20:52
Bara að spá í hlutina
Mér stendur nú ekki á sama um þessa kennara. Enn eru þeir að kvarta yfir lélegu kaupi. Heyrði í fréttunum að meðallaun grunnskólakennara væru um 260.000 á mánuði. Mér finnst það bara fín laun. Annars um þetta launamisrétti í þjóðfélaginu. Eru ekki öll störf jafn mikilvæg? Það skiptir ekki máli hvort þú ert skúringakerling eða forstjóri, eða eitthvað þar á milli, ef eina stéttina vantar þá virka hinar ekki. Svo mín hugmynd er að öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir. Og allir fá sömu laun, sem eru í samræmi við vexti og dýrtíð hér á landi, þannig að allir komist vel af. Þá meina ég, þak yfir höfuðið, mat á borðið, frí þar sem þig langar einu sinni á ári og svo auðvitað smá afgang til að við þurfum ekki að ganga í götóttum sokkum og höfum efni á læknisheimsóknum.
Spáið aðeins í þessu. Og nota bene: Er ekki kommúnisti...
Og ekki gleyma, elskurnar að kvitta fyrir innlitið
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
11.2.2007 | 00:07
ógeð
Ég var á gangi á Rauðarárstíg í vikunni, rétt norðan við hlemm. Þá kemur á móti mér kona með hund í bandi, allt í lagi með það. En umþaðbil sem við mætumst, þá þarf hundurinn að míga. Og það er ekkert verið að fara með hann upp að húsvegg eða neitt, ónei hann er látinn míga á miðja gangstéttina. Halló er ekki allt í lagi með fólk. Við göngum ofaní hlandið og berum það svo inn á heimili okkar. Og guð má vita hvaða sýkingar við fáum í heimsókn. Ég gat ekki orða bundist við þessa konu. Spurði bara hverskonar sóðaskapur þetta væri.... En hún setti bara upp á sig snúð og strunsaði burtu " þegar hundurinn var búinn að létta á sér". Er þetta bara einstakt tilfelli, eða erum við sóðar upp til hópa? Ég meina, ekki látum við börnin okkar pissa beint á gangstéttina.
Er þetta ekki umhugsunarefni fyrir gæludýraeigundur. Sama á við kattahaldara... Ég er enginn dýrahatari. En það þarf aðeins að hugsa um þessi dýr okkar. Hafa smá vit fyrir þeim.
Og endilega að commenta, þið sem eruð að kíkja á síðuna. Svolítið óþægilegt að fá þessar heimsóknir og vita ekki hverjir það eruð...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.2.2007 | 22:13
Langur dagur
Jæja.... þá er þessi dagur að kveldi kominn. Var andvaka síðastliðna nótt. Vaknaði kl.3.30 og ekki nokkur leið að sofna aftur. Svo um kl.7.30 druslaðist ég aftur upp í rúm.... og HÚRRA sofnaði. En ekki lengi. Rúmlega 8 hringði síminn. Þá var það vinnan. Sú sem átti að leysa mig af þessa helgi var lasin. Hún kom þó öllu af stað, þannig að ég sagði henni að hafa engar áhyggjur, ég kæmi um hádegi. Svo var ég nýsofnuð aftur.... SÍMINN HRINGIR..... aftur vinnan til að láta mig vita að afleysingamanneskjan væri veik..... sooooo... ég vissi það. Þannig að ég fór á fætur rétt fyrir 12, úldin og mygluð og í vinnuna. Ætlaði bara að stoppa stutt, en var að vinna til rúmlega 4 Eg sem ætlaði að gera svo mikið í dag.... Hundleiðinlegt að þurfa að vera á bakvakt allar helgar. En ef maður fengi nú almennileg laun fyrir þetta, væri það kannski í lagi. Er að fara að leita mér að annari vinnu, þetta var önnur helgin í röð sem ég þurfti að mæta í þessa fucking vinnu. Vitið þið um nokkurt laust elskurnar?
Og kvitta fyrir innlitið.... Þið kunnið á lyklaborðið, er það ekki???
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
barabull
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar