Bara að spá í hlutina

Mér stendur nú ekki á sama um þessa kennara. Enn eru þeir að kvarta yfir lélegu kaupi. Heyrði í fréttunum að meðallaun grunnskólakennara væru um 260.000 á mánuði. Mér finnst það bara fín laun. Annars um þetta launamisrétti í þjóðfélaginu. Eru ekki öll störf jafn mikilvæg? Það skiptir ekki máli hvort þú ert skúringakerling eða forstjóri, eða eitthvað þar á milli, ef eina stéttina vantar þá virka hinar ekki. Svo mín hugmynd er að öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir. Og allir fá sömu laun, sem eru í samræmi við vexti og dýrtíð hér á landi, þannig að allir komist vel af. Þá meina ég, þak yfir höfuðið, mat á borðið, frí þar sem þig langar einu sinni á ári og svo auðvitað smá afgang til að við þurfum ekki að ganga í götóttum sokkum og höfum efni á læknisheimsóknum.

Spáið aðeins í þessu. Og nota bene: Er ekki kommúnisti...

 

Og ekki gleyma, elskurnar að kvitta fyrir innlitiðSmile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigga

Ég veit ekki hvað þú ert ef þú ert ekki kommúnisti?!?

  Ég get nú verið sammála þér upp að vissu marki. Auðvitað finnst þeim sem eru með lág laun 260.000 krónur á mánuði mikið, hvað voru þetta útborguð laun fyrir 100% vinnu á menntaðan kennara?

  Mér finnst þetta reyndar ekki mikil laun fyrir fjögra ára háskólanám. Ég hef sjálf unnið sem kennari, móðir mín, systir og mágur eru kennarar og ég get sagt þér það kennsla er eitt það erfiðasta starf sem ég hef gengt. Ég hef unnið sem mjólkurbílsstjóri, þjónn, afgreiðslu "dama", bóndi, judoþjálfari, leiðbeinandi á leikskóla, unnið í mötuneyti og á bar sem og erfiðis útivinnu ásamt miklu fleiru. Kennslan og leikskólakennslan voru langsamlega erfiðistu störfin, andlega var ég þurrmjólkuð, ég grét undan börnunum, mér var hótað og í þessu starfi er skorið naumt að réttindum kennarans.

  Mér finnst bilið á milli lægst launuðustu og hæst launuðustu svívirðileg, held ég að þú ættir að blína betur á aðra og betur launaðar stéttir en kennarana.  Hins vegar verður að taka inní dæmið menntun og vinnuframlag þegar farið er ofan í saumana á svona málum.   Vissulega mætti ríkja jafnari kjör en ég er sjálf þeirrar skoðunnar að ekki séu öll störf alveg jafn ómissandi.

  Gott að fá samt að pústa hjá þér!!

Anna Sigga, 13.2.2007 kl. 22:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

barabull

Höfundur

Fishandchips
Fishandchips

Er bara á besta aldri. 2 krakkar, misjafnlega uppkomnir, kall og 2 kettir á heimilinu. Finnst bara gaman að bulla smá og hafa samskipti við allskonar fólk

Færsluflokkar

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband