16.2.2007 | 20:32
Alltaf heyrir maður eitthvað nýtt
Var að horfa á fréttirnar á stöð 2. Allíeinu... kemur ekki bara viðtal við hann Óla frænda, eins og hann er kallaður á mínu heimili, í sambandi við unglingaheimilið í Kópavogi. Ég fekk staðfest frá bróður hans rétt áðan, að Ólafur Einarsson var vistaður þarna um tíma. Ég þekki nokkuð vel til þessara fjölskyldu, þarsem áðurnefndur Ólafur er föðurbróðir sonar míns. En hvað geta fréttamenn gengið langt??? Þessi Óli er frekar þroskaheftur... hann leit samt frekar út fyrir að vera alki... sem hann er ekki. Eftir venjulegan barnasjúkdóm um eins árs gamall, varð hann svona. Hálfblindur og erfiður. Þegar hann varð unglingur, var hann alltaf að stinga af. Og foreldrarnir öll kvöld úti að leita.
Þau áttu yngri börn, sem þurftu sína athygli og eitt eldra. Þetta með sem hann sagði að hann hefði aldrei fengið skýringar á því, að hann hafi verið vistaður þarna, er þroskahömlun hans að kenna. Hann áttar sig ekki á því að bræður hans þurftu líka umhyggju. En ég er alveg viss um að Tóta og Raggi heldu að þau væru að gera það besta í þessari stöðu.Þau voru alltaf yndisleg, eins og hinir synirnir.
Um bloggið
barabull
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.