7.3.2007 | 21:50
Er bara rasandi...
Var að heyra í fréttunum að foreldrar væru ekki sáttir við inngrip kirkjunnar í skólum.
Er þetta ekki kallað vinalínan eða eitthvað svoleiðis. En mörg börnin okkar eiga í erfiðleikum. Skiptir það máli hvaðan gott kemur? Mér finnst þetta mjög gott framtak, börnin okkar fá tækifæri á að tjá sig við óvilhallan aðila.Foreldrar eru oft of upptekin til að hlusta á barnið. Ég skil ekki þessa foreldra sem setja sig á móti þessu. Ef einhverjir eru tilbúnir að kenna börnum samkend er það bara gott mál. Mér finnst að þetta eigi virkilega rétt á sér á þessum síðustu og verstu tímum. Þeir sem þjóna Guði eru alltaf að reyna að hjálpa. Og það skiptir ekki máli hvað þinn Guð heitir. Guð er bara nafn á þinni innri góðvild. Alveg eins og Satan er nafn á þínum dökku hliðum. Við öll höfum okkar góðu og slæmu hliðar, það er víst mannlegt. En ef við öll leggjumst á eitt, reyna að vera góð við hvort annað, þá held ég að lífið yrði mikið betra
Um bloggið
barabull
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Eigum við ekki að fá múhameðspresta í skólana. Sama hvaðan gott kemur!!
En endilega ættum við að vera góð hvert við annað. Við erum í raun mjög góð í okkur en eigingirni og ýmsar hvatir verða góðvildinni allt og oft yfirsterkari.
Jón Sigurgeirsson , 8.3.2007 kl. 17:22
En þú verður að athuga að að þessir prestar eru menntaðir í sálgæslu. Og hverjir eru betri í að leiðbeina okkur. Þetta snýst ekki bara um trú, það er vitleysa. Í þessum tilfellum er lítið verið að þröngva trúnni upp á börnin. Þetta er bara almenn sálgæsla, sem á meira en rétt á sér. En svo eru alltaf til öfgatrúarhópar sem best er að sneiða hjá. Hefur þú einhverntíma hitt lútherskan prest á förnum vegi, sem reynir að heilaþvo þig með trúarkjaftæði?
Bestu kveðjur...
Fishandchips, 8.3.2007 kl. 21:23
LA LA LA!! Ég er að reyna "heyra" ekki það sem ég er að lesa.... ég má ekki sjá orð efasemdar þá efast ég sjálf. LA LA LA !!! Langaði bara að hrósa þér fyrir að að halda ótrauð áfram að skrifa
Anna Sigga, 9.3.2007 kl. 11:20
Sælar, var bara að velta því fyrir mér, á þessi athugasemd að vera hrós eða last? Ég blogga bara að gamni mínu, bara eins og dagbók. Það skiptir ekki svo miklu máli hvað aðrir commenta um færslurnar mínar. En samt alltaf gaman ef aðrir hafa gaman að bullinu mínu. Enda heitir síðan mín Barabull
Fishandchips, 9.3.2007 kl. 20:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.