Ofát...

Þvílíkt sem maður er búinn að borða þessa helgi. Ég sem aldrei verið þekkt fyrir að vera einhver matmanneskja. Finnst frekar leiðinlegt að borða og ennþá leiðinlegra að elda og hugsa um mat. Svo finnst mér mjög óþægilegt að vera pakksödd, miklu betri tilfinning að vera svöng.

En þetta byrjaði allt á miðvikudagskvöldið, þá skelltum við hjónakornin okkur á Hereford steikhús. Þvílíkur matur.... Fengum okkur þær bestu nautasteikur sem við höfum áður smakkað. Mæli sérstaklega með þessum stað. Frábær matur, góð þjónusta og verðið í lágmarki.

 Á föstudaginn var ég vakin kl. 9 Þurfti að rjúka upp úr rúminu og bruna í Grafarvoginn. Þar þurfti ég að vera yfirsetukona hjá mömmunni minni sem er rúmliggjandi. Og þetta var svo sannarlega föstudagurinn langi. Bjóst við að vera þar til 8 um kvöldið, en um 15.30 fór kerlan að leka ( er nýkomin með stóma poka). Og þar sem mér hefur ekki verið kennt að skipta um plötu, gat ég enganveginn stoppað lekann. Þannig að maðurinn hennar fékk sig lausan úr vinnunni, svo ég slapp uppúr 4, ennþá pakksödd eftir kvöldið. Svo var ektamakinn með þennann rosa svínabóg í kvöldmatinn og þá tútnaði maður enn meira út.

Laugardagurinn byrjaði í Grafarvogi um 9 leytið, aftur yfirsetukona. Allt gekk vel, sem betur fór. Kl.14.00 var ég leyst af og þá var brunað upp í Grímsnes, þar sem við áttum heimboð í bústað. Þar var okkur boðið í 3ja rétta kvöldverð. Við vorum öll bókstaflega afvelta eftir það og vorum bara farin að sofa uppúr 23.30... rosa partý þar :) Svo í morgun var þvílíkt morgunverðarhlaðborð og eftir það skruppum við aðeins niður á Selfoss í heimsókn. Þegar við komum heim um 3 leytið var bara farið og lagt sig smá. Svo var í kvöld eldaður þessi dýrindis lambabógur. Þannig að ég held að ég hafi aldrei á ævi minn borðað jafnmikið á stuttum tíma. Mér líður eins og maturinn þrýstist bráðum út úr eyrunum á mér. Þannig að dagskráin fyrir morgundaginn er bara að vera á fljótandi og kannski ávöxtum.

Nóg í bili... kannski meira seinna, ef einhver nennir að lesa bullið mitt


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

barabull

Höfundur

Fishandchips
Fishandchips

Er bara á besta aldri. 2 krakkar, misjafnlega uppkomnir, kall og 2 kettir á heimilinu. Finnst bara gaman að bulla smá og hafa samskipti við allskonar fólk

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband