Langur og strangur dagur að baki

Vaknaði við símann rétt fyrir kl.06 í morgun, vitlaust númer auðvitað. En þar sem mamma gamla er ennþá frekar léleg til heilsunnar, hrekkur maður alltaf í kút ef síminn hringir á ókristilegum tíma. En var rétt að sofna aftur þegar vekjarinn glumdi korter í 7. Sonurinn var svo elskulegur að lána mér Bensann sinn í dag ( fær ekki bílpróf fyrr en í júní ) svo mamma gamla þyrfti ekki að labba í vinnuna og geta farið beint upp í Grafó eftir vinnu í yfirsetustarfið á enn eldri mömmu. Sú gamla var frekar slæm í dag, bölvað rugl á henni og ekki möguleiki á að koma henni framúr rúminu, hvað þá að fá hana til að borða eitthvað. Svaf bara að mestu. Maðurinn hennar kom úr vinnu rétt fyrir 8 og þá var brunað heim, enginn smákraftur í þessum eldgamla Bens, var komin heim á nótæm. Sem var eins gott, heimilisstörfin hverfa ekkert þó maður sé ekki heima. Annar álíka dagur á morgun, en svo á mömmu maður helgarfrí og kannski brósi geti tekið eitthvað af næstu viku í að annast aldraða móður sína

Bloggumst...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

barabull

Höfundur

Fishandchips
Fishandchips

Er bara á besta aldri. 2 krakkar, misjafnlega uppkomnir, kall og 2 kettir á heimilinu. Finnst bara gaman að bulla smá og hafa samskipti við allskonar fólk

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband