22.4.2007 | 22:40
Nú skal verða umpólun
Nenni ekki mikið að fylgjast með þessum stjórnmálaumræðum. Æi, sami grautur í sömu skál, ár eftir ár.
En nú ætla ég að fara að koma þessu venjulega lífi mínu á hvolf. Var að ákveða að fara aftur í skóla. Ætla að byrja í fjarnámi núna í sumar. Búin að segja upp vinnunni og hætti 31 maí..... Húrra...
En nú er röðin komin að mér. Karlinn búinn að vera að mennta sig á gamals aldri. En svo er bara spurningin???? Kann ég enn að læra eftir næstum 30 ára hlé. En er ekki að fara í svo dýrt nám, þannig að eftir sumarið sé ég til hvað sellurnar eru ennþá móttækilegar. En svo er náttúrulega mjög gott að hafa menntamann á heimilinu sem getur aðstoðað ef maður strandar einhverstaðar. En mér finnst þetta mjög spennandi og vil helst byrja bara strax. Reyndar ætla ég að vinna í einhverri nýrri, skemmtilegri vinnu neð náminu. En verð pottþétt í sumarfríi í júní og er búin að panta mjög gott veður allan þann mánuð. Ætlum að láta eitra fyrir köngulónum um mánaðarmótin, þannig að ég get látið fara vel um mig úti á palli, án þess að vera með augun allstaðar að kíkja eftir pöddum. Er með köngulóarfælni á háu stigi, og pöddur ekkert uppáhald, en samt skárri.
Þannig að ég er bara farin að hlakka til sumarsins
Um bloggið
barabull
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.