15.6.2007 | 21:57
Yndislega sumarfrí...
Mikið er þetta góð tilhugsun að vera í fríi í allt sumar. Ok, verð á fullu í fjarnáminu en er að reyna að sannfæra fjármálastjóra heimilins að ég verði bara að fá fartölvu. Það gengur auðvitað ekki að þurfa að húka inni við námið þegar sólin skín og fuglarnir syngja.
Er alveg að verða búin að sannfæra hann um að mér gangi svo miklu betur að læra úti á palli. Svo náttúrulega ef veðrið er þungbúið, þá get ég hvort sem ekkert lært, er svo næm á hæðir og lægðir. Alveg bara ómöguleg þegar lægð er yfir mér og landinu, en í yfirgír þegar hæð sýnir sig..
En jibbí... sonurinn vonandi að fá bílprófið þann 21. Ég hlakka örugglega jafnmikið til 17 ára afmælisins og hann. Allt þetta skutl hingað og þangað, með hann undir stýri. Litla greyið var í bóklega prófinu í vikunni og fór í gegn villulaust.Verklega prófið verður á miðvikudaginn og krossum fingur að það verði líka villulaust. Annars held að við verðum að gefa honum GPS tæki í afmælisgjöf. Það vantar alveg ratarann í hann. Er alveg lost hvernig hann á að komast frá a til b. Hann er búinn að búa í borginni núna í 4 ár. Eini gallinn er sá að hann ratar alltaf heim.. bara jók...
Um bloggið
barabull
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.