22.6.2007 | 22:19
Hvað er verið að kenna manni???
Oft spáð í þessu, afhverju fæðist maður inn í tiltekna fjölskyldu??? Sumt fólk siglir í gegnum lífið án þess að fá varla skvettu á sig. Svo er annað fólk sem kemst varla úr kafi.
Hef mikið verið að hugsa um þetta undanfarið og líka hvernig við komum fram við foreldra og fjölskyldu. Það er sennilega mikið til í þeirri gömlu speki "að það gera börn sem fyrir þeim er haft".
Nú er mamma gamla (75) búin að vera mikið veik undanfarin 2 ár. Okkur hefur ekki alltaf komið of vel saman. En nú virðist hún vera á batavegi, sem betur fer. Var á fjölskyldufundi með læknateyminu hennar í vikunni, ef fjölskyldufund skyldi kalla.... bara ég og sambýlismaðurinn hennar mættu. En þessi fundur opnaði augu mín svo sannarlega. Mamma hefur aldrei verið auðveld í umgengni. Hún hefur sjaldnast virt að aðgát skal höfð í nærveru sálar. Þegar hún hefur gengið fram af mér í gegnum tíðina, hef ég bara bakkað í burtu og ekki hlustað. Systkini mín hafa alltaf skammað mig fyrir að ég hafi ekki sinnt henni nóg. En hvað skeður núna??? Þau svo fúl út í mömmu, að þau mæta ekki einu sinni á fund. Það er víst ég sem sinni henni mest undanfarið að undanteknum englinum, sambýlismanni hennum.
En svo kom fram á þessum fundi með læknateyminu að sennilega hefur hún átt við að etja ofvirkni og athyglisbrest allt sitt líf. Það kom fram við heilarannsókn að það virðist vera frekar lítið blóðflæði í framheilanum. Og það veldur hömluleysi.... hún hefur enga bremsur á hegðuna. Þetta skýrir atferli hennar að öllu leyti. Hún hefur auðvitað ekkert skánað í þessum veikindum, er nú er ég hætt að púkka upp á þessi systkini mín. Hún hefur alltaf verið svona en afhverju að móðgast svona núna, meðan hún hefur verið líkamlega veik og er að byrja að ná sér.
Þau hefðu átt að skamma mig meira í gegnum tíðina. Þannig að hvað er verið að kenna manni? Sennilega erum við sterkustu manneskjurnar þegar upp er staðið, sem hafa fengið góðar gusur í gegnum tíðina. Við allavega erum nógu sterkar til að standa ölduna af okkur.
Ég í rauninn vorkenni þessum systkinum mínum (ég er yngst). Þau eru svo upptekin af sínu lífi, að þau geta ekki horft í aðra átt. Enda var mér sagt að þau væru bara að lifa sínu lífi og mættu ekkert vera að því að sinna mömmunni, þannig að það dæmdist á mig á vera hjá henni allar helgar. En mitt líf er víst svo miklu minna virði en þeirra. En ég er glöð í dag að hafa lagt mitt af mörkunum. Held ég hafi lært heilmikið af þessu öllu og sé í leiðinni að verða betri manneskja
Um bloggið
barabull
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.