Yndislegur dagur

Hvað þessi dagur er búinn að gefa mér margt. Reyndar byrjaði hann seinnipartinn í gær, þegar elskulegur ektamakinn kom heim. Búinn að vera fyrir norðan í kulda og trekk alla vikuna. Alltaf gott að fá hann heim. Og hann hraut ekki einu sinni í nótt. Svo í morgun fór ég út á pall með morgunteið mitt að lesa blöðin. Fletti í gegn og skutlaði svo eiginmanninum niður á Sundahöfn. Hann var leiðsögumaður í einni rútu úr þessu stóra skipi. En samt fyndið að hann var með þetta sama skip norður á Akureyri í gær. En nóg með það... Þegar ég kom til baka, var ákveðið að byrja á krossgátunni í mogganum, meðan hlustað var á Ásgeir og Svansý á Bylgjunni. Var langt komin með gátuna þegar ég rak augun í ljóðið sem er alltaf til hliðar.... Og viti menn, þetta var ljóðið mitt sem ég samdi fyrir ca 3 vikum síðan og sendi bara í gamni. Svo maður er bara kominn á prent LoL.

Síðan hef ég verið að fá feedback frá kennurunum mínum í fjarnáminu. Allir 3 bara ánægðir með verkefnin mín. Fékk 7 í sálfræði 103. Þannig að er mjög montin með sjálfa mig. Gamla kellingin sem er bara að gera það gott, farin að halla vel í fimmtugt.

Ein í sjöunda himni

Skrifumst...

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

barabull

Höfundur

Fishandchips
Fishandchips

Er bara á besta aldri. 2 krakkar, misjafnlega uppkomnir, kall og 2 kettir á heimilinu. Finnst bara gaman að bulla smá og hafa samskipti við allskonar fólk

Færsluflokkar

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband