8.8.2007 | 18:02
Margt er skrýtið í kýrhausnum...
Hef verið að velta þessu fyrir mér.... Þar sem ég er nú að læra heilbrigðisfræði (lokapróf í fyrramálið) er þetta með gamla fólkið, öryrkjana og annað fátækt fólk hér á landi. Samkvæmt grundvallargildum sem heilbrigðisstefna Íslendinga byggist á er m.a. það að ekki má mismuna fólki á nokkurn hátt, hvað varðar heilbrigðisþjónustu. En er það ekki mismunum þegar þú getur ekki leyst út lyfin sem læknirinn þinn skrifar upp á. Eða þú hefur ekki efni á að senda barnið þitt til tannlæknis, eða að leyfa því að taka þátt í tómstundastarfi. Get auðveldlega nefnt fleiri dæmi. Veit ekki betur en að WHO(alþjóðaheilbrygðisstofnunin) skilgreini hugtakið um heilbrigði þannig, að ekki megi einungis líta á að einstaklingurinn sé laus við sjúkdóma og fötlun, heldur einnig að hann búi við líkamlega, sálræna og félagslega vellíðan. Þó svo að þessi skilgreining hafi verið gagrýnd, hvernig má það vera að þegnar þessa "auðuga" vestræna ríkis er mismunað á þennann hátt. Því fátæktin hefur áhrif á alla þessa þætti.
En er bara enn að læra, svo þetta er kannski bara enn eitt bullið í mér.
Um bloggið
barabull
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.