1.9.2007 | 22:40
Köngulær...
Búin að vera ansi lífleg umræða um köngulærnar hérna á blogginu í dag.
Er ein af þeim sem eru með phopiu gagnvart þessu ógeði. Lenti í því fyrir mörgum árum, að vera ein heima og í rólegheitum að lesa inn í stofu. Bauð þá ekki eitt kvikindi sér í heimsókn. Hvað átti ég að gera???? Get ekki einusinni komið nógu nálægt þessu til að drepa. En í þessu tilviki varð ég að gera eitthvað, ekki gat ég vitað af ógeðinu lifandi í íbúðinni og ráðast á mig sofandi um miðja nótt. Þannig að það var stokkið fram á gang og byrjað að henda skótaui í kvikindið, hitti í annari tilraun og var að byrja að anda léttar þegar réttist úr einni löpp og síðan úr annari.... Greinilega ekki alveg dautt. Minn blóðþrýstingur og hjartsláttur rauk upp úr öllu valdi og valdi góða vetrarbomsu og var að miða af nákvæmni, eftir sem titrandi útlimirnir gátu valdið.
Og þá hringdi síminn..... alveg við hliðina á mér. Fékk nett hjartaáfall en það skrýtna var að það var enginn í símanum, bara sónn. Held að köngulóarskrattinn hafi verið að hringja.
Þó að þetta hafi verið nógu skelfileg upplifun, þá á ég aðra sögu sem toppar þessa..... Bjó í íbúð þar sem voru húskrabbar, en það eru þessar stóru svörtu með stuttar lappir og hlaupa rosa hratt.
En eitt kvöldið var ég svo búin eftir daginn, að ég ákvað að fara í heitt og slakandi bað, tók með mér rauðvínsglas og eitthvað gott að lesa. Svo ligg ég þarna í þvílíkri afslöppun, en allt í einu heyrist blúbb.... lít í kringum mig en sé ekkert óvenjulegt. Ok, bara ofheyrn hugsa ég og fæ mér rauðvínssopa. Þegar sopinn er kominn upp í munninn finn ég fyrir einhverju upp í mér. Var ég ekki nema komin með köngulóna upp í mig, hef ekki getað drukkið rauðvín síðan og er með æluna í hálsinum meðan ég skrifaði þetta
Um bloggið
barabull
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.