2.9.2007 | 21:19
Stórhættuleg heimilisstörf
Já, það er stórhættulegt að stunda heimilisstörfin. Byrjaði á því í gærmorgun að skipta á rúmunum, svo sem ekki í frásögur færandi, en skrikaði fótur og og bar hendina fyrir mig á rúmið og bögglaði lillaput illilega. Svo nú er aumingjas puttinn illa bólginn og marinn. Síðan var farið með þvottinn niður í þvottahús en á leiðinni niður hanabjálkastigann hrasaði ég og rann á rassinum alla leið niður. Svo nú er botninn marinn og blár. Við eldamennskuna brenndi ég mig á handleggnum og við uppvaskið losnuðu blöndunartækin af og heitt vatnið sprautaðist yfir allt eldhúsið og auðvitað mig líka. Greinilega ekki alveg minn dagur. Engin furða að ég skuli alltaf krossa við á skattaskýrslunni að ég vilji tryggja mig fyrir slysum innan veggja heimilisins. Allavega er ég komin í pásu með þessi heimilisstörf, sit og sleiki sárin, en þessi verk vinna sig víst ekki sjálf þannig að ég verð þá að setja mig í stórhættu aftur að viku liðinni.
Og munið elskurnar að fara varlega við þrifin
Um bloggið
barabull
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég er orðlaus en segi samt allt er þegar þrennt er. Hafðu það gott.
Þórdís Bára Hannesdóttir, 2.9.2007 kl. 21:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.