4.9.2007 | 02:51
Ojá trúin...
Hef oft velt þessari trú fyrir mér... Afhverju er sumir á móti trúarbragðafræðslu í grunnskólunum....Er ekki bara af hinu góða að ungarnir okkar fái fræðslu um hin og þessi trúarbrögð meðan þau eru enn ung og móttækileg. Hló upphátt að auglýsingunni frá Símanum, Jesú að hringja í Júdas... Bara snilld.
En hef lesið og kynnt mér hin ýmsu trúarbrögð í gegnum tíðina. Í rauninni er þetta allt það sama, En hef aldrei skilið þessa dómhörku sem þeir sem kalla sig sanntrúaða sýna. Er ekki víðsýni og fyrirgefning það sem trúin gengur í rauninni út frá. Enda hafa blóðugustu stríðin verið í nafni trúarinnar. Hvernig getur einstaklingur drepið annann mann í nafni trúarinnar? Þetta er allt komið út í öfgar, held að Guðinn okkar, hvaða nafni sem hann nefnist, sé að gefast upp á okkur.
En Guð er bara í hnotskurn það góða sem býr innra með hverjum manni og skrattinn er það vonda sem við sláumst við í sálu okkar. Öll eigum við okkar djöful að draga.
Eigið þið öll frið í sálinni ......
Um bloggið
barabull
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.