Verkur...

Held ég sé með klemmda taug.

Fyrir nokkrum árum fór ég að finna fyrir verk í hægri rasskinninni eftir strembna daga í vinnunni.  Eftir að verða svo forfrömuð í vor að geta bara verið í skóla, hefur ekkert borið á þessu illfylgi. En í síðustu viku seint um kvöld kom þetta aftur. Gat ekki legið, setið né staðið, var alltaf að bíða eftir að þetta liði hjá en um fjögurleytið um nóttina gafst ég upp og tók verkjalyf og náði að sofna. Næsta dag fann ég ekkert til og taldi þetta vera bara tilfallandi. En um kvöldmatarleytið byrjaði þetta aftur og svona hefur þetta verið undanfarið, er einkennalaus allan daginn en fæ verki á kvöldin. Náði mér í bólgueyðandi í apótekinu um helgina og hef verið að taka eina töflu síðdegis og það virkar, enginn verkur. En í kvöld gleymdi ég að taka töfluna og rauk út um 6 leytið í úthringivinnuna mína. Uppúr kl. 7 fór ég að finna fyrir þessu og um 8 leytið var ég hætt að geta sitið og var gangandi um gólf. Verkurinn púlsaði niður löppina og ég gat varla stigið niður því hafði lítinn mátt. Hálf 9 var ég orðin viðþolslaus og fór heim. En þvílík kvöl og pína að keyra þessa örfáu kílómetra heim, var hálfmáttlaus í bensínlöppinni og algjör martröð að færa hana yfir á bremsuna. En komst heim og beint í lyfin, var samt svo kvalin að tárin spruttu fram. Það tók rúman klukkutíma að líða þolanlega.

Enn kæru bloggvinir... kannist þið við eitthvað svipað? Er að spá í að fara á heilsugæsluna á morgun. Þetta er nottla ekkert eðlilegt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigga

  Úff! Fyrst þetta grætir þig, held ég þú ættir endilega að leita þér hjálpar læknis.

Anna Sigga, 5.9.2007 kl. 18:37

2 Smámynd: Fishandchips

Takk Anna Sigga... Fór einmitt á læknavaktina síðdegis. Þar var mér sagt að þetta sé í vöðvafestingunni, sennilega of stutt þessi sin. Ekkert hægt að gera nema að ég sé dugleg að teygja á þessu, kæla vel og lengi og éta pillur. Ekki alveg mitt uppáhald þetta læknadóp, en reyni kannski að fara til sjúkraþjálfara ef þetta lagast ekki fljótlega og læt teygja almennilega úr mér.

Fishandchips, 6.9.2007 kl. 01:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

barabull

Höfundur

Fishandchips
Fishandchips

Er bara á besta aldri. 2 krakkar, misjafnlega uppkomnir, kall og 2 kettir á heimilinu. Finnst bara gaman að bulla smá og hafa samskipti við allskonar fólk

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband