Bara pæling

Þetta með rasismann... Við erum öll manneskjur, komnar af sennilega sama apanum, en...þá kemur þetta "en" Ég held að við sem búum á þessari eyju, lengst norður í ballarhafi, þurfum samt að hugsa okkar gang.

Hef aldrei litið á sjálfa mig sem rasista, en erum við Íslendingar ekki óttalega þjóðernissinnuð?

 Höfum við ekki alveg nóg með okkar vandamálum. Það er fullt af góðum og vönduðum einstaklingum sem kjósa að setjast að á okkar "fagra" landi og vinna þessi verk sem við erum of góð til að sinna. En meðal þessara einstaklinga leynast oft úlfar í sauðargærum. Er innilega á móti þessu óhefta flæði inn á vinnumarkaðinn. Það verður að fara fram einhverskonar greining á því fólki sem óskar eftir því að fá að setjast hér að. Afhverju að fá margdæmdan afbrotamann hingað? Við eigum nóg að þannig fólki. Eigum við að borga fyrir einhverja einstaklinga, sem koma hingað eingöngu í því skyni, að stela eða selja dóp eða eitthvað enn verra? Þegar þeir fara í fangelsin, þá borgum við fyrir þeirra uppihald.

Og góða nótt....

ps. Er þreytt á fréttum þar sem útlendingar eru að brjóta umferðarlögin, lemja mann og annan og nauðga


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarndís Helena Mitchell

Já, þú segir nokkuð. Ég skil svosem vel að þú sért þreytt á þessum fréttum, en ég held að ekki sé hægt að sjá skrifað utan á fólki hvaða mann það hefur að geyma. Sennilega þarf hreint sakavottorð til að fá landvistar og atvinnuleyfi, en eflaust er ekki hægt að banna ferðamenn til landsins og krefja það um hreint sakavottorð líka, eins og gert er í BNA. Vonandi svafstu vel í nótt.

Bjarndís Helena Mitchell, 4.10.2007 kl. 09:48

2 identicon

Sælar Stelpur,

Ég deili áhyggjum ykkar af frjálsu flæði fólks til landsins og ég er einnig sammála því að það sé til bæð gott og slæmt fólk sem vill koma hingað og setjast að eða vera til skemri tíma. Rót vandans sem við glímum við núna er Shengen samstarfið, þ.e. að hver sem er getur ferðast hingað óhindrað án þess að yfirvöld viti nokkuð um viðkomandi eða hafi neina heimild að viti til þess að hefta för óæskilegra einstaklinga svo sem Hells angels, nýnasista, öfga múslima og "umhverfisverndar-hryðjuverkamenn".

 Mér finnst að við ættum að fara að dæmi Breta sem hafa ekki tekið þátt í Shengen samstarfinu um opin landamæri, enda er það samstarf aðallega hugsað til þess að fólk í löndum með samliggjandi landamæri svo sem frakkland-þýskaland, þýskaland-danmörk, þýskaland-holland osfrv geti sparað sér umferðatafir við landamærastöðvar. Okkar staða er aftur á móti allt önnur þar sem við búum á eyju án fastra landamæra við önnur lönd.

Við ættum að geta leyft okkur að byðja um sakavottorð fólks sem hingað vill koma og þá á móti geum við og okkar ríkisborgara sýnt slíkt hið sama þegar við ferðumst erlendis. enda er ekkert betra að íslendingar séu að brjóta af sér í útlöndum frekar en að útlendingar brjóti af sér hér á landi.

Bara smá pæling.

kv,

Umhugsun. 

Umhugsun (IP-tala skráð) 5.10.2007 kl. 10:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

barabull

Höfundur

Fishandchips
Fishandchips

Er bara á besta aldri. 2 krakkar, misjafnlega uppkomnir, kall og 2 kettir á heimilinu. Finnst bara gaman að bulla smá og hafa samskipti við allskonar fólk

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband