Er í sjokki

Forsaga þessa máls er sú, að  sonur minn lenti í ógeðinu honum Steingrími Njálssyni fyrir um 20 árum. Sem betur fer tókst kallfjandanum ekki að fara alla leið með barnið (6 ára) vegna árvekni konu sem átti leið framhjá og sá helvítið leiða strákinn inn, og hringdi á lögreglu.

En síðan eru liðin mörg ár. En í dag fékk ég upphringingu frá manni sem kynnti sig sem Gunnar og var að leita að syninum. Þegar ég spurði hvert erindið væri, sagðist hann vera hjá flugklúbbi, og þyrfti að ná tali af stráknum. Mér fannst þetta ekkert dularfullt og bauðst til að gefa honum upp farsímanúmerið hans, en þar sem stráksi er í flugnámi í útlöndum, er hann með erlent númer. Þegar "Gunnar" heyrði það, sagði hann að númerið skipti ekki máli, en spurði hvort hann væri væntanlegur heim á næstunni. Ég sagði eins og satt var að hann kæmi heim í jólafrí. Ok, hef samband þá, bless.

Síðan seinna í dag hringir "Gunnar" aftur og biður mig um númerið. Alveg sjálfsagt segi ég, en þá byrjar hann að vandræðast yfir hvernig eigi að hringja til útlanda. Þá fara að renna á mig tvær grímur. Ég segi honum bara að hringja í upplýsingar. Þá fer hann að spyrja út í persónuleg málefni sem voru í gangi fyrir 20 árum. Ég fer að æsa mig og spyrja hver þetta sé, hvort þetta sé einhver sem ég hef þekkt. Þá kynnir hann sig: Ég heiti Steingrímur Njálsson og ég ætla að láta taka þetta mál upp aftur. Ég fríkaði út og hvæsti á hann að ég skyldi hringja á lögregluna eins og skot. Já, gerðu það, er svarið og ég skellti á. Ég hringdi strax, um leið og ég gat valið númerið, fyrir skjálfta (var ein heima). Þar var mér bent á að fara beint niður á stöð og kæra viðbjóðinn sem og ég gerði.

Á stöðinni var mér tekið mjög vel og greinilegar áhyggjur í gangi vegna framferðis skepnunnar. En það var einkennileg tilviljun að varðstjórinn sem tók niður kæruna, var sá fyrsti á vettvang þegar hundinginn tók strákinn minn. Varðstjórinn mundi vel eftir þessu máli og sagðist hafa hitt tíkarsoninn fyrir nokkrum árum, og þá virtist geðvillingurinn vera með þetta mál á heilanum, svo saklaus.

En það sem gerir mig alvarlega órólega, er að djöfullinn virðist hafa verið að fylgjast með okkur í gegnum árin og býr núna  um 500 metra frá heimilinu mínu.

Er að deyja úr stressi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Eg man eftir þessu máli. Eða allavega samskonar máli þar sem Steingrímur átti í hlut. Mikið afskaplega þótti mér mikið gleðiefni að þessum litla dreng var bjargað úr klónum á honum. því miður urðu þeir miklu fleiri eins og alþjóð veit. Þú átt alla mína samúð. Það getur ekki verið góð tilfinning að fá svona símtal. Guð minn góður segi ég bara. Ekki hægt að ímynda sér... Ég vona að Keli hafi rétt fyrir sér og svo hefur maður heyrt. Gangi þér og þínum allt í haginn.

Jóna Á. Gísladóttir, 15.10.2007 kl. 22:31

2 Smámynd: Fishandchips

Takk fyrir hughreystinguna bæði tvö. En er samt hrædd. Eins gott að karlkvikindið láti það vera að hringja í strákinn. Hef mestar áhyggjur af því að hann trufli drenginn, þegar hann á bara 2-3 vikur eftir í drauminn, sem er atvinnuflugmaður.

Fishandchips, 15.10.2007 kl. 23:16

3 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Hef fulla trú á því að karlinn geti ekkert gert nema hóta, held að hann sé lítill bógur. Ég efast stórlega um að hann geti truflað strákinn, sérstaklega þar sem það tókst að bjarga honum. Nú er hann orðinn fullorðinn og lætur ekki einhvern perra úti í bæ hafa einhver áhrif á sig. Skil samt vel að þú sért stressuð, þetta hefur ekki verið skemmtileg reynsla fyrir þig á sínum tíma. Gangi þér og ykkur allt í haginn!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 16.10.2007 kl. 00:33

4 Smámynd: Fishandchips

Gurrý, takk fyrir það, en hvað með "vini hans" aðra perra. Geta þeir bankað uppá. Yngri sonurinn 17 ára er jafn sjokkeraður og reiður. En er að reyna að segja honum að láta kyrrt liggja. Vil ekki sjá þann yngri í fangelsi, eða mig, vegna haturs á þessu rándýri. Látum hann sjálfan grafa sér gryfju. Sem hann hefði átt að vera löngu dottinn í.

Fishandchips, 16.10.2007 kl. 01:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

barabull

Höfundur

Fishandchips
Fishandchips

Er bara á besta aldri. 2 krakkar, misjafnlega uppkomnir, kall og 2 kettir á heimilinu. Finnst bara gaman að bulla smá og hafa samskipti við allskonar fólk

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband