Hef tekið eftir svolitlu sérstöku undanfarið...

Hef heyrt talandann á unglingstelpum og fundist hann svolítið undarlegur. Gat ekki beint sett puttann á það sem mér fannst undarlegt. En þar sem ég á bara stráka og finn ekki þessa breytingu á þeim eða vinum þeirra, hef ég lagt við hlustir síðastliðin misseri og reynt að átta mig á hvernig þær tala öðruvísi. Þetta var eitthvað í sambandi við hreimminn hjá þeim sem pirraði mig. Og það var sama hvar ég kom, stelpur á aldrinum ca. 12 - 16 ára töluðu allar með þessum sérstaka hreim

Svo birtist ljósið í kvöld. Datt inn í þátt með elskunni henni Sylvíu Nótt og þar fann ég þennan unglingstelpnahreim.

Er það virkilegt að krakkarnir okkar læri meira af tilbúnum sjónvarps/tövu fígúrum, en af foreldrum og umhverfi. Og afhverju virðast stelpur vera meira móttækilegar og vilja líkjast goðinu meira? Ég meina, þetta hlýtur að vera heilmikið mál að læra að tala eins og Silvía Nótt. Held að okkar ástkæra ylhýra verði smá skrítið eftir 20 ár, en þá verð ég löngu komun undir græna, þannig að ég verð bara skrattinn á öxlinni á ungmennunum og hvísla góðri íslensku í eyru.

En góða nótt... ég hélt að ég væri sú eina sem fer oftast svona seint að sofa, en sé að margir bloggverjar eru líka b-manneskjur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: SM

hef tekið eftir þessu líka, hljómar ekki vel.

SM, 24.10.2007 kl. 01:23

2 Smámynd: Fishandchips

Nei, þettar hljómar alls ekki vel

Fishandchips, 24.10.2007 kl. 01:43

3 Smámynd: Kvenndýrið

Sæl takk fyrir athugasemdina við bloggið mitt, en ég er nú bara í stúdentsnámi :)
Ekkert merkilegra en það.

Hef tekið eftir þessu sem þú ræðir um, snýst það ekki bara um tímaleysi eða áhugaleysi foreldra að vera börnum sínum fyrirmynd?

Þetta er verulega slæm þróun.

Kvenndýrið, 24.10.2007 kl. 03:58

4 Smámynd: Anna Sigga

  Ég er nú hreinlega að vona að þetta máist af að gelgjunni lokinni. 

 Ég ætla nú að vona að þú ætlir þér bara hreinlega ekki að vera hér að 20 árum...  held að þú sérst e-ð að misreikna þig

Anna Sigga, 24.10.2007 kl. 09:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

barabull

Höfundur

Fishandchips
Fishandchips

Er bara á besta aldri. 2 krakkar, misjafnlega uppkomnir, kall og 2 kettir á heimilinu. Finnst bara gaman að bulla smá og hafa samskipti við allskonar fólk

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband