26.10.2007 | 01:20
Brúðkaupsafmæli, afmæli og sumarbústaður
Jæja, þá er komið að hinni árlegu slökunarhelgi hjá okkur hjónakornunum. Við eigum brúðkaupsafmæli á laugardaginn (á afmælisdegi bóndans, svo hann myndi örugglega aldrei gleyma dagsetningunni). Við höfum alltaf haft það fyrir sið að fara annaðhvort í helgarferð til stórborga eða bara í bústað, í kringum 27. okt. bara við tvö og gleyma amstri hverdagsleikans.
Þannig að unglingurinn þarf að gæta bús og barna (kattar) í fjarveru okkar. En hann er að vinna þessa helgi, þannig að þetta ætti nú allt að vera í lagi. Annars höfum við sjaldan eða aldrei skilið hann eftir einan heima yfir helgi, venjulega hefur stóri bróðirinn verið heima líka og nágrannar með fyrirmæli um að fylgjast með. Svo þetta er víst frumraunin, en maður veit aldrei hvað þessum krökkum dettur í hug. (Hann er 17 ára) En bót í máli að við erum bara klukkutíma að skjótast heim ef eitthvað kemur uppá.
Þannig að þetta verður alveg frábær slökun fyrir mig þessi helgi. Eða þannig, hafandi óþarfar áhyggjur af syninum og geta ekki notað helgina í að grynnka á skilaverkefnunum í náminu. En ég þarf að skila af mér á milli 10 - 15 verkefnum á viku. Það fylgir víst því, að halda að maður sé svo klár að ná 5 áföngum á haustönninni. Var svolítið bjartsýn
En ætla að reyna að njóta helgarinnar Og hafið þið öll það sem best...
Um bloggið
barabull
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.