29.10.2007 | 02:55
Eftir góða helgi
Og komumst við öll lifandi og við góða heilsu, út úr helginni.
Og unglingurinn dauðhræddur við hálkuna á götunum (óreyndur ökumaður). Samt var ég rosalega hissa á vinnuveitanda hans. Hann er í sendlastarfi og vinnur aðallega við að koma út sendingum milli 6 og 10 á kvöldin. En bílarnir sem þessir sendlar hafa eru enn á sléttum sumardekkjum. Og þegar sonurinn (meðvitaður ungur maður) hringdi í vinnuna í dag, til að tilkynna að hann treysti sér ekki til að vinna á vinnubílnum í kvöld, fékk hann bara skítkast. Þetta er náttúrulega ekkert nema þvílíkt ábyrgðarleysi að láta þessa krakka, nýkomna með prófið vera á vanbúnum bílum.En allavega var mínum syni alveg sama þótt hann myndi klessa vinnubílinn, en hann hafði meiri áhyggjur af því að hann myndi slasa fólk og sjálfan sig. En þrátt fyrir skítkast og allt, stóð hann fast á sínu og fór ekki að vinna í kvöld.
Annars var helgin bara stórfín, afslöppun og át. Þrátt fyrir él, rok og snjókomu notuðum við grillið og heita pottinn óspart í bústaðnum. Enda erum við arfaslök í kvöld, bara glápt á sjónvarpið og varla nenna til að ganga frá farangrinum. Það var frekar fyndið að hlusta á veðurfréttirnar í hádeginu.... Þá var talað um úrkomusvæði undan suðurströndinni sem myndi ekki ná inn á landið, en þá var bullandi snjókoma í uppsveitum Árnessýslu. Síðan á heimleiðinni sáum við að þetta hafði verið frekar köflótt snjókoma, sumstaðar var vegurinn þakinn snjó og allavega einn ökumaður náði ekki beygjunni upp Skeiðaafleggjarann og stakkst á nefið. En hef ekki séð það áður að efri hverfin séu snjólaus en snjór og hálka í 105.
Búin að slappa þvílíkt af um helgina að ég er bara ekkert orðin syfjuð enn. En fer svona að færa mig smátt og smátt nær rúminu.
Góða nótt
Um bloggið
barabull
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hvar varstu eiginlega í bústað?? Í sveitinni minni í Gnúpverjahreppnum eða varstu kannski í Hrunamannahreppi?? Allavega er frábært að vera í uppsveitum og gott að helgin var vel heppnuð.
Ég er ánægð með son þinn en ég er jafn óánægð með svona kæruleysislegan hugsunargang hjá vinnuveitendum...
Anna Sigga, 29.10.2007 kl. 19:04
Takk fyrir öll commentin, mín kæra.
Ég er nú ekki með hreppana á hreinu, þarna í Árnessýslunni, þar sem ég er Rangæingur og hélt mig mest á þeim slóðum í denn. En við heimsóttum sveppina að Flúðum um helgina.
Og eftir að sonurinn stóð fast á sínu, var farið með vinnubílana á dekkjaverkstæði í dag, þannig að hann er aftur farinn að vinna
Fishandchips, 30.10.2007 kl. 01:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.