Hasar í hundrað og fimm...

Töluvert hefur borið á því undanfarnar vikur og mánuði, að það sé brotist inn í bíla og bílskúra hérna í götunni og verkfærum og bílútvörpum verið stolið. Einnig að það hafi verið mikil læti og partýstand í einu húsanna við götuna um helgar. Hafa vansvefta nágrannar verið duglegir við að kvarta en lítið gerst.

Vitum við þó að viðkomandi íbúð var keypt af verktaka einum, fyrir um ári síðan og hefur hann hýst erlenda starfsmenn sína þar, um 10-15 manns í 4-5 herbergja íbúð.

Tók þó steinninn úr sl. nótt. Þetta umrædda hús er bakhús og bara göngustígur þessa metra frá götunni. En þessir leigjendur voru að bakka sendibíl að húsinu, blindfullir með hrópum og köllum. Enduðu með því að festa bílinn í blómabeði. En nokkrir langþreyttir nágrannar hringdu á lögregluna til að stoppa þetta. Jú, löggan mætir á staðinn, en þá koma Litháarnir til dyra vopnaðir hafnarboltakylfum og ógna löggunni. Löggan flýr af hólmi. En kemur aftur um miðjan morgun "fílelfd" þegar farið er að slokkna á mannskapnum. Þá kemur í ljós að þetta var þjófagengi frá Litháen sem bjó þarna. Nokkrir nágrannar fóru þarna inn eftir að löggan hafði hreinsað staðinn og fundu þar sín ýmsu tæki og tól sem saknað hafði verið. En löggan hefur verið fjölmenn í kyrrlátu götunni minni í dag og borið út bílfarma af þýfi sem fannst í íbúðinni. Svona smá "Law and Order" út um stofugluggann minn þennan laugardaginn.

Þegar svona skeður í næsta húsi, í kyrrlátu hverfi. Halló, má ekki hafa aðeins betri gætur á þessu fólki sem streymir inn í landið. Við vitum vel að fólk sem hefur alist upp við fátækt og höft í nokkrar kynslóðir, fær víðáttubrjálæði, þegar það kemur til vestræns ríkis. Allir svo ríkir og hafa það svo gott, alltílagi að stela af þessum kapítalismum. Þeim munar ekkert um það, kaupa sér bara nýtt. Þessvegna finnst mér  beinlínis hættulegt að að hafa svona óheft flæði fólks frá gömlu austantjaldslöndunum. Enda sagði ein löggan það í dag " ég hef aldrei verið rasismi, en ég held að ég sé að verða það, það helsta sem við gerum þessa mánuðina er að uppræta glæpagengi frá austur evrópu".


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarndís Helena Mitchell

Uss, ekki gott að heyra. Vont þegar manni er ekki lengur óhætt heima hjá sér. Knús

Bjarndís Helena Mitchell, 11.11.2007 kl. 20:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

barabull

Höfundur

Fishandchips
Fishandchips

Er bara á besta aldri. 2 krakkar, misjafnlega uppkomnir, kall og 2 kettir á heimilinu. Finnst bara gaman að bulla smá og hafa samskipti við allskonar fólk

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband