Eldhúsinnréttingafrumskógurinn

Nú á að fara að fjárfesta í nýju eldhúsi. Þetta gamla sem fylgdi íbúðinni, passar ekki einu sinni inn í rýmið og er bara algjört „ógeð“Frown En við erum búin að vera að safna undanfarið og erum komin með þokkalegan sjóð. Þannig að við fórum á stúfana í leit að góðri innréttingu sem myndi ekki sprengja bankann. Eldhúsið okkar er bara ca. 7 fermetrar og byrjuðum við í Ikea. Þar var okkur boðin ósamansett innrétting og filma sem er límd á spónaplötur á litlar 400.000 þúsundGetLost Síðan erum við búin að fara í óteljandi búðir. Tilboðin eru upp á frá 400.000 til 1.500.000. En það sem við útilokum fyrst, eru verslanir sem taka 10.000 fyrir að gera verðtilboð. Ok, við sýndum öllum teikningu, sem var unnin af arkitekt. En það sem ég tók helst eftir, er að það eru dýrari merkin og búðirnar sem heimta 10 þúsund kallinn, bara til að gera tilboðShocking. Er þetta allt í lagi??? Að þurfa að borga fyrir að vita ca. hvað inntéttingin mun kosta. Halló, eru ekki þessar búðir með tölvur og launað fólk???

Allavega kaupum við ekki eldhús hjá þessum verslunum. Fáum fína þjónustu og flottar innréttingar hjá þeim sem er umhugað um kúnnann. Allir kíki á Kvik, DK og þannig verslanir. Jafnvel teiknað upp á staðnum og tölvupóstur síðdegis með ca. verði.Smile

Og óska ykkur góðrar helgar


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kobbi Trukkakall.....

Humm já nei mér finnst það alveg með ólýkindum að verslanir séu að taka fyrir að gera tilboð í eitthvað maður myndi nú ætla að það væri á hinn vegin að reyna að laða kúnna að .....  ég er kannski svona skrítinn enda úr sveitinni og ekki ætlað að skilja svona peningaplokk.....

en gangi ykkur vel í innréttingarmálunum og þið fáið pottþétt einhversstaðar góða afgreiðslu og líka gott að liggja ekki rosalega á og geta valið það sem manni líkar best.....

gangi ykkur vel og já bið að heilsa Jens.......

kveðja Kobbi... 

Kobbi Trukkakall....., 25.11.2007 kl. 09:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

barabull

Höfundur

Fishandchips
Fishandchips

Er bara á besta aldri. 2 krakkar, misjafnlega uppkomnir, kall og 2 kettir á heimilinu. Finnst bara gaman að bulla smá og hafa samskipti við allskonar fólk

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband