Rok úti og rok í sálinni minni

Alltaf vont að detta ofaní þunglyndispyttinnCrying. Sérstaklega þegar það bitnar á þeim hérumbil saklausu.

En hef verð heimavinnandi undanfarið. Er í fjarnámi og ætla að fara hratt yfir sögu á þeim vettvangi. Taka tveggja ára nám á einu og hálfu, sem spennir bogann nokkuð hátt. Þar sem undirrituð hefur ekki verið við skóla kennd í 30 ár.  En húsverkin þarf að vinna, skíturinn undan okkur hverfur víst ekki, þó við reynum að hugsa ekki um það. Einhver þar að vaska upp og þvo þvottin, skúra og þurka af.

Flott að vera ein heima upp að vissu marki. Ektamakinn er að kenna í grunnskóla og tekur kennsluna svo alvarlega, að hann er aldrei kominn heim fyrr en að verða 6 á kvöldin. Þá er kvöldmaturinn hakkaður í sig. Síðan fæ ég bílinn, til að fara í kvöldvinnuna, en er yfirleitt komin heim uppúr 9

En ég sit hérna ein heima alla daga, ekki einu sinni bíll til taks. Karlinn og krakkinn einoka þá.  Ganglimirnir orðnir lélegir, þannig að ekki er röllt í langa göngutúra.

Svo er það með þessar betrumbætur á húsnæðinu.... Við hjónin ákváðum á föstudaginn að taka ákvörðun um þessa eldhúsinnréttingu um helgina. Setjast niður og velja 3-4 búðir. Gaman,gaman

Laugardagur: Karlinn fer á fætur um 11leytið. Ok, gott að sofa út um helgar. Síðan er farið í sturtu, fengið sér kaffi og blöðin lesin. Allt bara venjulegt. Uppúr hádegi þarf að versla smá, en fyrst í lítinn göngutúr. Sumir eru að koma sveittir heim eftir röskan göngutúr um 2 leytið. Þá spurði undirrituð hvort hún mætti koma með að versla, þar sem ég kemst lítið alla vikuna. OK, var svarið. Þannig að við skruppum á „Ekki kaupa neitt deginum“ í Ikea, Krónuna, og Bónus. Mikil traffík og við ekki komin heim fyrr en um 4 leytið. Þar sem ektamakinn eldar „og hefur gaman af“ um helgar, var hann með flókinn rétt, þetta kvöldið. Þannig að eldhúsdagsumræðan fór fyrir bý, og horfðum á sjónvarpið.

Sunnudagur: Kallgreyið fer á fætur copy and paste. Fer út um hádegið í göngutúr og kíkja aðeins á mömmuna. Kemur heim um hálf fjögur...... Þá er orðið hálf dimmt aftur. Dagurinn búinn, þannig séð. Ekkert gert og engu sinnt heimafyrir. Innréttinga pælingin??? Var bara fúl og datt í gamla leiðinlega þunglyndið. Var bara líka leiðinleg þegar hann ætlaði að spyrja yfir kvöldmatnum, og hvað með innréttinguna??? Svaraði„ So what“. Síðan hefur ekki verið yrt á mig. Mjög gott að þunglynd manneskja fái þögnina.....

Annars er þetta mjög gott veður til að verða úti.... Er að spá að lalla smá út, þarf ekki að vera langt. Nenni varla þessu lífi lengur.

Ef þeir synir mínir ástkærir hefðu ekki alltaf verið tilbúnir að kæfa mömmu sína í ást, væri ég löngu farin.

En nú eru þeir fullorðnir og ég laus undan uppeldishlutverki.

Þannig að barabull, segir bless....Halo 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigga

úff! ekki svona "tal" skrif.... auðvitað nennirðu þessu lífi, ekki segja svona, úff ég fæ sting fyrir hjartað. Mér þykir fyrir það fyrsta of vænt um þig sem blogvinkonu, maðurinn þinn elskar þig ábyggilega þó hann eigi bara e-ð erfitt núna...synir þínir og nú tala ég af reynslu sem dóttir, ELSKA ÞIG og þú gafst þeim lífið sama hvað þeir eru gamlir í dag. Ég veit það líka sjálf að oft virðist allt svart og fúllt og erfitt og pirrandi en þú ert ráðherran í þínu lífi. Losaðu þig við e-ð af þessum streytuvöldum. Hvað ertu? ofurkona? þú getur ekki ætlast til af sjálfri þér að vera í vinnu á kvöldin, sjá um heimilið og að stunda hrað-fjarnám (það er nú nógu erfitt eitt og sér) ef þú ert döpur eða leið...

fáðu útrás hér...

ég skal lesa og svara..

Anna Sigga, 30.11.2007 kl. 19:09

2 Smámynd: Anna Sigga

auðviitað stendur mér ekki á sama. þú ert greinilega góð manneskja, svo finnst mér þú skemmtileg og góð

Anna Sigga, 2.12.2007 kl. 09:39

3 Smámynd: Bjarndís Helena Mitchell

Æ, vonandi er eitthvað búið að ske í þessum ákvarðanamálum núna. Nóg er að gera hjá þér líka og ekki gaman að vera svona einangruð. En þetta er bara tímabil og þetta mun lagast á endanum. Knús frá mér.

Bjarndís Helena Mitchell, 4.12.2007 kl. 23:57

4 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Ég er á því að þið þurfið að tala saman. Eða þú að lesa yfir hausmótunum á honum. En stundum er ótrúlegt hvað lítið samtal... vinsamlega ábending frá þér til hans um hvernig þér líður. Kannski hefur hann ekki hugmynd um það. Karlmenn eru ekki góðir í að lesa hugsanir.

knús til þín. Ég segi það sama og Anna Sigga.. þú ert ekki súperwoman. Slakaðu á kröfunum á sjálfa þig. Svo er það svo skrítið með skítinn á heimilinu að hann fer ekki neitt. Getur alveg beðið aðeins eftir tuskum og kústi.

Jóna Á. Gísladóttir, 5.12.2007 kl. 00:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

barabull

Höfundur

Fishandchips
Fishandchips

Er bara á besta aldri. 2 krakkar, misjafnlega uppkomnir, kall og 2 kettir á heimilinu. Finnst bara gaman að bulla smá og hafa samskipti við allskonar fólk

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband