9.12.2007 | 01:51
Bókmenntadómar
Af hverju má ekki bara lesa og njóta???
OK. er að fara í íslenskupróf á mánudaginn og er að reyna að læra smá. Og þetta er lærdómurinn...
Af hverju eru sumir höfundar rakkaðir niður, bara vegna þess að stílbrögðin voru ekki nógu góð.
Af hverju má höfundur ekki skrifa eins og hann vill? Ef venjulegum lesendum finnast skrifin áhugaverð og vilja lesa
Skil ekki afhverju þarf að "greina" ljóð eða texta í frumeindir, þá er allt gamanið farið.
Af hverju má lesandinn ekki bara njóta?
Hef verið smá að hnoða saman orðum og íslenskukennarinn gaf mér umsögn um ljóð sem ég orti. En ég skildi ekkert hvert hann var að fara í umsögninni. En honum þótti ljóðið gott, enda var það birt í MBL
Um bloggið
barabull
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Til lukku með ljóðið. Annars er ég svo hjartanlega sammála þér... afhverju þarf allt að fara eftir e-m ákveðnum lögum og reglum um stílbrögð og málfar þegar verið er að skapa og semja á annað borð á þá ekki einmitt ótakmarkað frelsi að ríkja?!? Ég er aftur á móti dyggur aðdáandi Íslenskrar tungu og vil halda henni til haga um ókomna tíð. Það er eitt að kunna að nota málið rétt og annað að breyta og þróa nýjar leiðir í listsköpun.
ííí nú er ég ekki einu sinni viss um að ég lengur á sömu blaðsíðu og þú, hvað þá kafla. Virðist oft fara villuráfandi þegar ég byrja að tjá mig um sum mál.
Gott að hljóðið (á ekki alveg við í blogheiminum) þér er alltaf að lagast. Ég hef nefnilega gaman að skrifum þínum.
Anna Sigga, 9.12.2007 kl. 18:42
Til lukku með ljóðið. Já, ég er sammála þér með það að óþarfi sé að gagnrýna, eða betrumbæta það sem einhver hefur skrifað og samið. Það má alveg leyfa verkum fólks að standa óáreitt. Knús til þín og gangi þér vel í prófinu á morgun.
Bjarndís Helena Mitchell, 9.12.2007 kl. 19:03
Takk stelpur
Fishandchips, 10.12.2007 kl. 00:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.