10.12.2007 | 01:00
Kennarinn týndist...
Við hljótum að vera frekar lélegir nemendur. Eftir mjög góða byrjun hjá okkur öllum og kennaranum líka, var ekkert mál að troða íslenskum bókmenntahugtökum í heimska hausinn. Síðan unnum við skilaverkefni, ein 4, á önninni. En þessi verkefni gilda svo mikið sem 30% af lokaeinkun.
En okkur hefur gengið illa að fá einkunnir og umsagnir um verkefnin. Nú er prófið að skella á og kannski betra að vita eitthvað um verkefnavinnuna. Einnig hafa verið sendar fyrirspurnir á kennarann varðandi prófið, en ekkert svar.
Þannig að í gærkvöldi, gerðist ég smá grínisti og lýsti eftir kennaranum (auðvitað í kennsluumhverfinu) og bauð meira að segja upp á fundarlaun. Og viti menn, datt ekki inn ein verkefna einkunn áðan (9). Ég sem hélt að ég væri endanlega búin að fella mig, kennarinn væri móðgaður.
Þannig að lærdómur dagsins er.... Gerðu grín að því sem þér finnst miður fara, það gæti virkað
Um bloggið
barabull
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
ok flott... segðu mér bara hvað ég þarf að gera til á ná efnafræðiprófinu sem er á miðvikudaginn??
Anna Sigga, 10.12.2007 kl. 11:03
Til hamingju með glæsilega einkunn! Gott að kennarinn komst í leitirnar, ómóðgaður og alles..
Bjarndís Helena Mitchell, 10.12.2007 kl. 14:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.