13.12.2007 | 00:58
Stríðdansinn stiginn....
Var að fá einkunnir úr UTN102 (grunnur fyrir tölvufræðslu) og TÖL123 ( þeir sem kunna aðeins meira)
Hélt að 2 einingar væru léttari en 3. En það var víst einhver misskilningur, enda ekki að furða, kann ekkert á þetta framhaldskólastig.
Allavega í þessu 90 mín. langa prófi í UTN áttum við að skila stóru verkefni í Word, búa til 4-5 mynda glærusýningu, með öllum effectum og gera verkefni í excel. Og ekki má gleyma að við þurftum að svara ýmsum spurningum á leiðinni. Held að ekkert okkar hafi náð að klára.
En til að gera langa sögu stutta, þá fékk ég bara tæpa 5 í þessu prófi. En heppin ég að hafa sinnt verkefnunum á önninni, sem giltu 50%. Þannig að lokaeinkun var tæpir 8.
Svo kom lokaprófið í TÖL123. Halló, bara 2 lítil verkefni. Eitt í Word og annað í Excel. Var alltaf að leita að gildrum, en fann engar. Lokaeinkun....... 10.00
Svo bíð ég bar á milli vonar og ótta að stærðfræðin felli mig ekki Á von á þeirri einkunn fljótlega.
Íslenskuprófið var í gær og gekk bara sæmilega, þó svo ég eigi erfitt með að lesa myndmál ljóða.
Svo er enskan á morgun, síðasta prófið á þessari haustönn. Hef minnstar áhyggjur af henni, þannig lagað. Er nokkuð góð í ensku þ.e. að lesa, tala og skilja. En ritmálið mitt er útúr kortinu. En 2 síðustu verkefnin verða að vera skrifuð.
Er nefnilega með vott af les og talnablindu. Ekkert mál að skrifa íslensku, er með sjónminni á hana.
En með enskuna er meira mál. Þó svo ég lesi mikið af enskum/breskum bókmenntum og hef þurft að nota talmálið mikið í vinnu, þá er ég gjörsamlega úti á túni með stafsetninguna. Einföldustu orð geta staðið í mér. En þar sem ég hef aldrei fengið greiningu (með lesblinduna) þá verð ég víst að skrifa.
Vona bara að mér gangi það vel í hinum hlutum prófsins, að stafsetningin komi ekki að sök.
Um bloggið
barabull
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Til hamingju með flottan árangur og ég er viss um að þér á eftir að ganga vel í enskuprófinu. Þér gengur greinilega mjög vel. Knús frá mér
Bjarndís Helena Mitchell, 14.12.2007 kl. 00:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.