Þetta gengur ekki lengur...

Er búin að vera heima og stunda fjarnám undanfarna 7 mánuði. Held að það sé að koma tími á þá gömlu að skakklappast út á vinnumarkaðinn aftur. Ástandið er orðið þannig að mín sofnar út frá bók í stofusófanum (kallinn getur ekki sofið við ljóstýru) milli 6 og 7 á morgnana og sefur síðan framundir hádegi. Þá er rúnturinn tekinn á dagblöðunum með fullt af kaffi. Um 2 leytið eru sumir að vakna loks til meðvitundar. En þá fer að skyggja fljótlega aftur, þannig að það er góð afsökun fyrir því að nenna ekki neinu. Held að það besta í stöðunni væri að fara aftur að vinna úti og koma skikki á sólarhringinn og nennuna. Þannig að nú er leitað logandi ljósi að "þægilegri innivinnu"Wink ( það sem 17 ára soninn langar mest í)Grin

Var að horfa á heimildarmynd um Steven Fry í gærkvöldi. Hann er með geðhvarfasýki (bypolar, manic depression). Er ekki frá því að þetta eigi að einhverju leiti við mig. Fer á svona "high" í einhvern tíma og verð rosa pirruð þegar fólk getur ekki haldið í við mig. Þá á allt að gerast núna strax sem mér dettur í hug, sem oft á tíðum er ansi óraunhæft, þe. hugdetturnar. Síðan kemur "low" í kjölfarið eða á undan. Þá er allt of erfitt, vil helst liggja uppi í rúmi með sængina upp fyrir haus (ef ekki væri fyrir hita og svitaköstin). Bara að fara út í búð er ekki hægt og samskipti við fólk eru óhugsandi, svara hvorki síma né dyrabjöllu.

Held ég hafi alltaf verið svona, en þetta rugl virðist vera að versna með aldrinum. Hef samt alltaf funkerað í vinnu og námi. Er farin að hallast að því að þetta bull hellist yfir mig þegar ég hef ekki nóg fyrir stafni. Allavega hafa síðustu mánuðir verið mjög erfiðir. Ekki bara mér, heldur elskulegum sárasaklausum eiginmanninum og sonunum.

Þannig að áramótaheitið er að koma sér aftur í vinnu með náminu. Þá ætti mér ekki að geta leiðst. Svo þarf víst alltaf að sinna þessum eilífðar húsverkum, hata að þrífa, en karlarnir á heimilinu eru með miklu hærri skítastuðul en ég þó svo að minn sé ansi hár. Fæ mér heimilishjálp um leið og vinnuHappy

En fyrirgefið þetta púst hjá mér núna. Lofa skemmtilegri færslu næst


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarndís Helena Mitchell

Er ekki ráð að fara til læknis og athuga með þetta? Allavega að útiloka það, ef því er að skipta. En gangi þér vel í atvinnuleitinni. Vonandi finnur þú eitthvað skemmtilegt og uppbyggjandi starf, inni. Knús frá mér

Bjarndís Helena Mitchell, 9.1.2008 kl. 01:54

2 Smámynd: Anna Sigga

 Ég veit hvað þú meinar. Ég held alltaf að ég geti læknað mig sjálf en ég held samt að  maður ætti að vera duglegri að tala við e-n sem þekkir þetta.  Gangi þér vel!

Anna Sigga, 9.1.2008 kl. 13:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

barabull

Höfundur

Fishandchips
Fishandchips

Er bara á besta aldri. 2 krakkar, misjafnlega uppkomnir, kall og 2 kettir á heimilinu. Finnst bara gaman að bulla smá og hafa samskipti við allskonar fólk

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband