14.1.2008 | 01:27
Minningabrot
Fyrsta minningin:
Fæddist á öskudag en sennilega hefur þetta verið ári seinna. Lá á einhverskonar skiptiborði, sennilega nýbúin í baði. Mamma að setja hreina bleyju á bossann á mér. Þá kemur bróðir minn inn (4 árum eldri ). Hann spyr; má ég setja öskupoka á litlu systur? Og hryllingurinn að geta ekki tjáð sig og sagt að það væri vont að láta stinga títuprjónum beint í húðina. Sem betur fór sagði mamma honum að litla systir væri enn of lítil fyrir öskupoka.
Önnur minning:
Ligg upp í hjónarúminu og pabbi að kenna mér að lesa, 4 ára. Sá orðin, vissi hvað þau þýddu, en gat ekki sagt þau. Þannig að auðvelt var að lesa en erfitt að endursegja. Varð samt fljótt fluglæs og las bókasafnið upp til agna á grunnskólaárunum. Skildi miklu seinna að sennilega á ég við einhverskonar lesblindu að stríða.
Þriðja minning:
Amma mín að segja mér sögur. Hún bjó heima hjá okkur, meðan hún hafði heilsu til. Blessuð sé minning hennar. Hún varð 98 ára gömul, ég var 17 þegar hún dó.
Fjórða minningin:
Bróðir minn að passa mig meðan mamma og pabbi fóru í fjósið að mjólka. Hann naut þess að klípa mig og láta mig skæla. En auðvitað bara afbrýðisamt barn. Svo þegar hann heyrði að foreldrarnir voru að koma inn, fór hann að gretta og geifla sig, þannig að litla systir væri hlæjandi. Enn þann dag í dag, talar mamman okkar um það hvað bróðirinn var góður. Pabbinn er löngu dáinn.
Fimmta minningin:
Ligg uppi í súðarherberginu. Mamma og pabbi á þorraballi. Veit að ég get hringt á staðinn og talað við þau, kunni vel á gamla góða sveitasímann. Fann mandarínu og skipti henni jafnt niður á kodda foreldrana. En þegar þau komu heim var ég löngu sofnuð og mandarínubátarnir orðnir þurrir og ólystugir. Sá þegar þeim var hent í ruslið.
kannski framhald...
Um bloggið
barabull
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Skrítið hvað svona minningar sitja fast í manni. Knús frá mér.
Bjarndís Helena Mitchell, 14.1.2008 kl. 08:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.