Afhverju þurfum við alltaf að traðka á öðrum manneskjum?

Og hlakka yfir óförum annara. Hlæjum þegar einhver dettur eða verður vandræðalegur. Er okkur hlátur í hug þegar þetta kemur fyrir okkur sjálf?

Ég er sennilega sú ópólitíska manneskja sem uppi er og skil yfirleitt ekki um hvað þetta snýst, nenni því ekki. Fyrir mér er þetta sami grautur í sömu skál, ár eftir ár. En ég hef aldrei upplifað áður að það sé ráðist á persónu svona grimmt. Nema kannski soninn hans Davíðs, og varð alveg steinhissa.

Veit vel að sjálfstæðismenn taka stefnunni sem trúarbrögðum (er gift einum slíkum). En fólk verður að gera greinarmun á manneskjunni og stjórnmálamanninum. Hélt nefnilega að við værum að kjósa flokka(stefnur) en ekki fólk.

En minni alla á það, sem álpast inn á þessa síðu, að aðgát skal höfð í nærveru sálar, sama hvaða stöðu hún gegnir. Við erum öll manneskjur, með okkar kosti og galla.

Lifið heil og komið fram við náungann eins og þið viljið að komið sé fram við ykkur.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Já aðgát skal höfð í nærveru sálar

Hólmdís Hjartardóttir, 25.1.2008 kl. 01:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

barabull

Höfundur

Fishandchips
Fishandchips

Er bara á besta aldri. 2 krakkar, misjafnlega uppkomnir, kall og 2 kettir á heimilinu. Finnst bara gaman að bulla smá og hafa samskipti við allskonar fólk

Færsluflokkar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.7.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 508

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband