12.3.2008 | 01:28
Prófskrekkur
Hef alltaf verið með þessa villumeldingu að vera rosa stressuð fyrir próf. Fór í lokapróf í Skjalastjórnun í dag. Ákvað að vera komin hálftíma fyrir próf upp í skóla og renna yfir námsefnið (lesist, páfagaugalærdómur). En það varð lítið úr því. Við 5 eða 6 sem mættum í prófið vorum allar úti á túni í námsefninu og kjaftaði á okkur hver tuska. Þannig að þessi hálftími fór ekki í námið. En mikið rosalega var gaman að tala við þessar stelpur, hitta þær öðruvísi en í tölvunni.
En páfagaugalærdómurinn nýttist mér bara vel. Mjög létt próf, 20 min. og svo var ég búin. Vona að hin 3 í vor verði jafn létt, meina að það þurfi bara 4 klukkutíma eða minna til að ná efninu.
Um bloggið
barabull
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hólmdís Hjartardóttir, 12.3.2008 kl. 03:30
Flott hjá þér. Vonandi gengur áfram eins og í sögu, svona eiga próf að vera. Þá er tilgangslaust að vera með stress líka.
Bjarndís Helena Mitchell, 12.3.2008 kl. 04:30
Góð!
Gaman að kynnast nýju fólki í gegnum skólann
Anna Sigga, 12.3.2008 kl. 10:22
þú rúllar þessu upp
Kobbi Trukkakall....., 15.3.2008 kl. 12:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.