Svo þreytt.... Er alltaf svona þreytandi að vera í vinnu?

Var búin að gleyma hvað það er þreytandi að vera í vinnu. Hef verið svo heppin að getað dúllað mér mér í fjarnáminu síðan í vor. En þar sem endurbæturnar á húsnæðinu má varla hundsa lengur, er ég tilneydd til að fara aftur að vinna.

Byrjaði að vinna fyrir sléttri viku í búð. Þrátt fyrir léleg laun og langan vinnutíma er þetta alls ekki neitt leiðinleg vinna, allavega ekkert verra en það ég hef áður starfað við. Það eina sem hægt er að kvarta yfir, eru lappirnar. Að ganga á steingólfi í uppundir 10 tíma á dag er alveg að drepa mig. Og eins er ég svolítið andlega þreytt eftir vinnudaginn.

Samt "nýbyrjuð" þurfti ég að vera ein í verslunninni í dag og líka á morgun. Í dag gekk bara vel, engin stór vandamál sem ekki var hægt að leysa, með minni fákunnáttu. Samt var frekar mikið að gera. Allavega gekk enginn viðskiptavinur út óánægður. Og var verslunarstjórinn hæstánægður með söluna hjá mér.

 Kassinn og ég erum að semja um frið, þannig að hann lofar að gera það sem ég skipa fyrir og hann lofar að vera með réttar vörur á réttu verði.

En víkjum að öðru, þarf að skila af mér 2 ritgerðum um miðjan mánuðin (april), kann ekki að skrifa ritgerð, er of þreytt á kvöldin og er alveg úti á túni.Er einhver sem les þetta bull, tilbúinn til að aðstoða mig? Get kannski aðstoðað á annan hátt á móti. Hef hæfileika sem eru að mestu ónotaðir, svosem, allt mögulegt!!!! Er og verð alltaf öðruvísi...

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir

Þú átt að byggja upp ritgerðina þannig að fyrst er stuttur inngangur, síðan meginmál síðan umræða og að lokum niðurstaða.  Þetta er grunnurinn sem þú byggir á.  Hvað ertu annars að læra.  Hringdu í mig í síma 562 4776 ef þig vantar stuðning. 

Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir, 4.4.2008 kl. 00:21

2 Smámynd: Anna Sigga

Úff vildi að ég gæti hjálpað þér en ég er hrædd um að þú værir síður en svo betur stödd með mig í liði :) gangi þér vel.... og vá hvað þú ert duglega að fara í svona mega vinnu með náminu

Anna Sigga, 6.4.2008 kl. 21:48

3 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Voðalegur kraftur er í þér kona. Dáist að fólki sem drífur sig í nám á ''gamals aldri''. Held ég hefði aldrei sjálfsstjórnina sem þarf í slíkt.

Takk fyrir komment mín megin. Já, landið er afskaplega lítið. Ég held svei mér þá að við tengjumst öll á einn eða annan hátt.

Jóna Á. Gísladóttir, 15.4.2008 kl. 00:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

barabull

Höfundur

Fishandchips
Fishandchips

Er bara á besta aldri. 2 krakkar, misjafnlega uppkomnir, kall og 2 kettir á heimilinu. Finnst bara gaman að bulla smá og hafa samskipti við allskonar fólk

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband