30.6.2008 | 23:42
Gömul, löt og þreytt...
En VEI.... fékk helgarfrí síðustu helgi og er þá að tala um 2 frídaga í röð. Þetta hefur bara komið fyrir í ca. 3 skipti síðastliðna 3 mánuði. En þarf að borga vel fyrir hvíldina.... næsta mánuðinn er ég víst verslunarstjóri, allavega meðan sá réttnefndi er í sumarfríi. Og samkvæmt vaktaplani fæ ég heila 5 frídaga í júlí. Og allt 9-10 tíma vaktir.
Er ennþá að garfa í því að fá heimilishjálp, en gengur lítið. En það er svolítið of mikið fyrir mig, komna á "þennan aldur", að vinna langan vinnudag og eyða langþráðum frídegi í bansett þrifin. Orkan er oft í lægri kantinum. En þekki konu sem þekkir konu sem sér um hús, vona að hún geti bætt við sig. Er orðin hundleið á ryki, kattahárum og ógeðslegu baðherbergi.
Fröken Vælu Veinólínu líður bara vel hérna hjá okkur. Já, hún er víst orðin heimilisföst, enginn spurði eftir greyinu og ekki er hægt að henda henni út á guð og gaddinn. En hún er mjög greyndur köttur. Það má ekkert sýsla með mat á heimilinu, þá er hún mætt vælandi, bara að opna ísskápinn þá er hún komin af næstu hæð. Hún er með Mikka gamla alveg í vasanum, en hann er um 8 ára gamall stór og mikill högni. T.d. hann fær sér fegrunarblundinn í körfunni sinni... Þá má hún til að pota í hann og láta hann hvæsa. Síðan lætur hann gamli henni eftir matarskálarnar, hún fyrst. Annars virðist hún Væla vera grænmetisæta, henni líkar sveppir, rauðlaukur, mais, kartöflur og þannig mikið betur en kjöt eða fiskur. Svo eftir langan og strangan vinnudag kem ég heim og skipti um föt og fer í gamla flíspeysu. Þá er Væla komin um leið að spena, elskar að kúra á handleggnum og sjúga peysuna. Hún er svo ljúf og góð, hver gat hent henni?
Annars gat ég ekki annað en skellihlegið (alein í matartímanum) að sjúkraskýrslunum í "Vikunni" síðustu. Endilega tékkið á þessu ef ykkur vantar endorfin, virkaði á mig.
Bless, þar til næst
Um bloggið
barabull
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.