Og þá er komið að því...

Já, þá er dagurinn að renna upp. Mamma gamla búin að vera á sjúkrahúsi í næstum 4 mánuði og meira eða minna síðan í haust. Búin að fara í 2 uppskurði á tímabilinu og vera inni á gjörgæslu nokkrum sinnum. En það á að útskrifa hana af spítalanum á sunnudaginn, húrra... En hún getur ekki séð um sig sjálf. Er hálf máttlaus í löppunum og kemst ekki hjálparlaust um. Svo er hún líka komin með stoma poka. Þannig að við systkinin ætlum að reyna að skiptast á að vera hjá henni þegar maðurinn hennar er að vinna. ( ekki pabbi okkar ). Og mitt fyrsta skipti verður að ná í hana á sunnudaginn eftir hádegið og vera hjá henni til ca. 21.00. Kerlingar greyið er hálf erfið, er ekki vön að geta ekki séð um sig sjálf og er komin á hálfgert mótþróaskeið. Vill ekki borða og drekkur lítið. Og allir eru svo vondir þegar á að reyna að ná henni framúr rúminu. Þannig að mér sárkvíður fyrir verkefninu. Og ef ég þarf að skipta um stoma poka..... Ógeð, en læt mig hafa það ef þörf krefur. Ég sem get ekki hreinsað upp æluna eftir köttinn. En það kemur kannski í ljós, hvað í mér býr. Held ég geti höndlað allt, ef enginn annar er til staðarSmile Hef allavega gert það hingað til

 

Nóg í bili... Bara Hrund og Kári þurfa ekki að kvitta


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

barabull

Höfundur

Fishandchips
Fishandchips

Er bara á besta aldri. 2 krakkar, misjafnlega uppkomnir, kall og 2 kettir á heimilinu. Finnst bara gaman að bulla smá og hafa samskipti við allskonar fólk

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 381

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband