Helgin...

Það fór nú frekar lítið fyrir þessari helgi. Á laugardagsmorguninn var ég glaðvöknuð kl.8... Ekki möguleiki að sofa meira. Svo var náttúrulega rok og rigning sem dró úr mér alla orku. Þannig að það var bara væblast um þann daginn. Náði reyndar að leggja mig smá seinnipartinn.

Sunnudagurinn fór í að ná í mömmu gömlu upp á spítala, þar sem hún var loksins útskrifuð eftir nærri 4ra mánaða legu. Og þar sem maðurinn hennar var að vinna, þurfti ég að vera hjá henni til 8 um kvöldið. Hún hefur takmarkaða hreyfigetu og getur ekki verið ein heima að sinni. En það stendur vonandi til bóta.

Svo er næsta helgi líka fullbókuð. Fertugsafmæli á laugardagskvöldið og 2 fermingarveislur á sunnudag, og er maður líka á bakvakt eins og venjulega. Er hálfpartinn að vonast eftir að þurfa að fara í vinnuna, mér leiðist ekkert meira en veislur. Jæja, CSI að byrja, verð víst að halda kallinum félagsskap við imbann


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigga

Haha nóg að gera, er einmitt að reyna horfa á CSI en gríp í tölvuna í auglýsingahléum. 

Vá ég las svarið þitt áðan og snögg reiddist, því í fystu lesningu hélt ég að þetta væru þín orð, en ekki annara hugsanlegi þankagangur. Ég vona að þú sérst ekki sama sinnis og stjórendur þessa lands um að útrýma landsbyggðinni og reyndar efast um það þar sem þú tilheyrðir eitt sinn vesalings landsbyggðinni

Anna Sigga, 26.3.2007 kl. 22:28

2 Smámynd: Fishandchips

Nei, alls ekki, þetta er bara það sem mér finnst um stjórnendur landsins. Og fyrirgefðu að þú reiddist þessum skrifum mínum. Á oft til að snúa hlutunum á hvolf, til að geta grínast með alvörumál.

Kv, fishandchips

Fishandchips, 27.3.2007 kl. 22:11

3 Smámynd: Anna Sigga

Hí hí allt í góðu ég las þetta eitthvað vitlaust... maður gleymir oft að kaldhæðnin skilar sér ekki nógu vel í rituðu máli ;)

Anna Sigga, 27.3.2007 kl. 22:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

barabull

Höfundur

Fishandchips
Fishandchips

Er bara á besta aldri. 2 krakkar, misjafnlega uppkomnir, kall og 2 kettir á heimilinu. Finnst bara gaman að bulla smá og hafa samskipti við allskonar fólk

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband