Mánudagur...

Altaf eru mánudagar erfiðustu dagarnir í vinnunni. Þá þarf að koma öllu í rétt horf eftir helgina þegar maður er ekki á staðnum til að fylgjast með. Settist varla niður frá kl.07.30 til 16.00. Síðan var brunað upp á Borgarspítala að heimsækja mömmu gömlu, ferðalag sem ætti að taka um 5 mínútur verður að góðu korteri á þessum tíma. Sú gamla var aftur lögð inn á fimmtudaginn, eftir að hafa fengið að vera heima í um 3 vikur. Að vissu leyti er gott að hún sé aftur komin á spítalann, því hún getur ekki verið ein heima. Hún hefur verið að fá heimahjúkrun en við systkinin höfum þurft að sitja mikið hjá henni meðan sambýlismaðurinn er í vinnunni. Reyndar hefur þetta lent mest á mér, þar sem systa býr á Selfossi og brósi í fríi í útlöndum.

Síðan vildi sonurinn endilega fá að fara með Bensann sinn á þvottaplan og taka hann almennilega í gegn, en þar sem hann er bara með æfingaleyfi þurfti ég að fara með honum. Og hann vildi fyrst fara til vinar síns til að fá einhvern magnara svo hann gæti hlustað á tónlist á meðan þrifunum stóð. Og það var keyrsla um hálfan bæinn, í allri traffíkinni. Þannig að við vorum ekki að koma heim fyrr en um 18.30 og þá var eftir að matbúa eitthvað, við bæði sársvöng. Ektamakinn í skólanum í kvöld, þannig að það dæmist víst á mig að malla eitthvað.

Þetta er eiginlega hálffyndið... Við erum búin að vera bíllaus heillengi, en keyptum okkur gamla druslu síðasta haust. Ég labba venjulega í vinnuna, bara um 12 mín. ok með það, en maðurinn minn vinnur í öðru bæjarfélagi svo hann þarf að nota bílinn. Síðan áskotnast 16 ára syninum Bensinn, og að lokum selst ekki Nissaninn sem eldri sonurinn er að reyna að selja fyrir náminu í Ammríkunni. Þannig að við erum að spá í að kaupa hann af honum, svo við þurfum ekki að skrifa upp á meiri lán hjá honum. Þannig að núna er það bara "úllen dúllen doff" hvaða bíl á ég að nota í dag...

Meira seinna... sjónvarpið kallar


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

barabull

Höfundur

Fishandchips
Fishandchips

Er bara á besta aldri. 2 krakkar, misjafnlega uppkomnir, kall og 2 kettir á heimilinu. Finnst bara gaman að bulla smá og hafa samskipti við allskonar fólk

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband