Bumbur...

Mikið er maður búinn að borða síðustu 2 vikurnar eða svo.

Ég er nú hvorki stór né mikil manneskja. Hef alla tíð verið lítil og mjó. Fyrir barneignir alltaf um 42-43 kíló. Samt alltaf haft góða matarlyst. Eftir 2 börn, hafa kílóin verið þetta 45-48, sem hefur verið ókei, þar sem ég er bara rétt rúmir 150 sentimetrar og smábeinótt. En eftir að maður fór á kellingaaldurinn hefur þyngdin verið í um 50 kílóum. Sem ég hef verið nokkuð sátt við, ef þessi kíló myndu hlaða sér jafnt niður á líkamann. En, nei... þetta fer allt á bumbuna. Hvað er hallærislega en að vera með ofurgranna útlimi og ofurstóra bumbu. Síðan um páska er bumban búin að þyngjast um heil 2 kíló..... Í morgun ætlaði ég varla að koma vinnubuxunum utanum mig. Svo var náttúrulega þvílíkt góður matur í hádeginu og svo kom einn vinnufélagi með ógeðslega góða köku með kaffinu. Svo var elskulegur eiginmaðurinn með yndislegan kvöldmat... Ég er að springa. Eins og sagan segir" I'm so sad I can sprung". Held ég verði bara að fara í megrun í fyrsta skipti á æfinni. Bara kann ekkert inn á svoleiðist. Eða kannski hef ég bara gott af því að verða smá búttuð. Allavega finnst manninum mínum bumban bara sexý, enda er hann með enn stærri bumbu.

Svo er aumingja litla barnið mitt, sem er að verða 17, er með þessi horuðu gen frá mér. Hann er um 165 á hæð, en bara rúm 40 kíló. En hann er heppinn, hann er ekki með ættarbumbuna. Ef hann liggur á bakinu og dregur inn magann, er hægt að telja hryggjarliðina í honum, frekar ógeðslegt.  Hann er alltaf á leiðinni í ræktina til að byggja upp vöðva, en er bara frekar latur. Enda bæði í skóla og vinnu. En svo er eldri sonurinn, þessi 24 ára, alltaf of þéttur. Hann er alltaf í ræktinni á Florida, þar sem hann er í námi. En hann hefur farið nokkrum sinnum í fitumælingu, en þetta virðast aðallega vera vöðvar. Hann er um 175 á hæð, en ca 100 kíló. Hreinn massi, segir einkaþjálfarinn.

Meira seinna ef einhver nennir að lesa "barabull"


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunna-Polly

innlitskvitt , eigðu góðan dag

Gunna-Polly, 22.4.2007 kl. 11:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

barabull

Höfundur

Fishandchips
Fishandchips

Er bara á besta aldri. 2 krakkar, misjafnlega uppkomnir, kall og 2 kettir á heimilinu. Finnst bara gaman að bulla smá og hafa samskipti við allskonar fólk

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband