23.4.2007 | 21:47
Mamma gamla
Fjölskyldufundur í dag á spítalanum, hún er á góðri leið. Gæti jafnvel útskrifast á föstudaginn. Kemst sennilega inn á Landakot í endurhæfingu fljótlega. Hún er bara svo skelfilega óþæg. Nennir ekkert að leggja á sig, Annars er þetta skelfilegt fyrir konu, eða menn, aðeins 75 ára og alltaf verið frísk. Núna kemst hún ekki einu sinni hjálparlaust á klósett. Þetta hlýtur að vera mjög niðurlægjandi, að geta ekki sinnt sínum prívat þörfum hjálparlaust.
Get allavega ekki séð sjálfa mig, eða manninn minn í þessum sporum.
Þegar hún var heima í þesar 3 vikur, var náttúrulega hjúkrunarteymi sem kom 3 til 4 sinnum á dag til að sinna henni. En það var engin leið til að fá húshjálp. Ok, við systurnar höfum verið að taka mesta skítakúfinn ( það er að verða komið ár síðan hún gat sinnt heimilinu). En við erum auðvitað í fullri vinnu og þurfum að sinna okkar eigin heimili líka.
Þó svo að við séum allar að vilja gerðar, erum við systurnar að eldast. Okkur finnst að við séum ekki að gera nóg fyrir mömmu gömlu og elsku Jakob. Þannig að það er alltaf smá samviskubit í gangi, allavega hjá mér.
Þurfti bara smá að pústa.... þarf stundum að fá að þenja gamlar vélar....
Um bloggið
barabull
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.