Kaffistofuspjallið

Við vorum nokkrar kerlingar á ýmsum aldri að tala um börnin okkar. Þær sem eiga yngstu börnin eiga í sífelldri baráttu við kerfið. Það þarf alltaf að setja einhvern stimpil á barnið. Þau eru ofvirk eða með athyglisbrest. En börn eru börn. Þau eru eins misjöfn og þau eru mörg. Ef einhver krakkinn er óþægur, er farið með viðkomandi í greiningu. Ok, ritalin besta lausnin til að róa barnið.

En,  HALLÓ..... Börn eru börn. Sum eru óþægari en önnur. Það er ekkert að barni sem er uppátækjasamt, það sýnir bara að barnið er með greindina í lagi.

Það virðist í dag að annaðhvert barn sé greint með hina eða þessa röskun.

En auðvitað eru til einstaklingar sem er ekki hægt að kenna hvernig maður á að hegða sér í samfélaginu.

En þegar foreldrar eru að fara með 18 mánaða barn í greiningu???? Er þetta ekki bara foreldra vandamál? Það má sjá sæta barnið en ekki heyra í því.

Yngri sonur minn var afskaplega erfitt ungabarn, hann svaf í hálftíma og vakti í klukkutíma, meira og minna allan  sólarhringinn fyrstu 2 árin. Hann er að verða 17 í sumar. Hann hefði örugglega verið greindur með einhverja röskun. En hann er bráðgáfaður, oftast verið efstur í sínum bekk, allann grunnskólann. Fékk meira að segja viðurkenningu frá menntamálaráðherra, fyrir að fá með bestu einkunnum yfir landið í samræmdu prófunum í tíunda bekk.

Þannig að ég held að þetta sé foreldravandamál. Börn eru sett í dagvistun frá 9 mánaða aldri. Auðvitað eru þessi börn rótlaus, óþekk og til vandræða fyrir foreldrana. Allir dauðþreyttir að kvöldi. Hvernig er það virkilega að hitta börnin sín, bara á morgnana, koma þeim framúr, klæða og gefa að borða. Örugglega enginn í góðu skapi. Síðan eftir kl. 5. allir orðnir þreyttir eftir daginn, fara í búðina og kaupa í kvöldmatinn, elda, baða, sinna húsverkum. Hvar er tími fyrir barnið, eða okkur sjálf.

Kannski ekkert skrýtið hvað börnin okkar og unglingarnir eru veruleikafyrrt.

 

Kannski við ættum bara að minnka kapphlaupið í kringum gullkálfinn og einbeita okkur meira að börnunum okkar.

Kveðja; Barabull


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigga

Æ já þetta er bara svo mikið stress, rútínur og regla að það er fullt starf að láta allt smella saman. Svona virðist stíllinn vera, stórt hús, vinna, vinna, vinna, börnin í leikskóla frá 7:45- 17-15 sem er nokkuð langur vinnudagur og þá er ég að miða við fullorðna einstaklina. Æ maður veit ekki hvernig á að takast á við þetta allt saman. Samt þekki ég af eigin reynslu hver erfitt er fyrir kennara/leikskólakennara að eiga við þau börn sem þurfa aukna athygli, það er ekki fjármagn og tími til að sinna þeim sérstaklega.... nema með greiningu á pappír.

 Það er eiginlega ekki hægt að koma með athugasemd á svona færslu, það er efni í bókasafn 

Anna Sigga, 29.4.2007 kl. 17:20

2 Smámynd: Fishandchips

Takk fyrir innlitið... En ég er mjög svo sammála þér. Held að forgangsröðin sé eitthvað í bulli hjá okkur vesturlandabúum. Ég meina, ef við höfum ekki tíma fyrir börn, afhverju erum við þá að eignast þau?

Ég er samt ekkert að setja mig á stall, er alveg eins og allir aðrir í þessum málum. Mér finnst þetta bara vera umhugsunarefni.

Fishandchips, 29.4.2007 kl. 22:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

barabull

Höfundur

Fishandchips
Fishandchips

Er bara á besta aldri. 2 krakkar, misjafnlega uppkomnir, kall og 2 kettir á heimilinu. Finnst bara gaman að bulla smá og hafa samskipti við allskonar fólk

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 348

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband