Jólafrí...

Eða þannig... Við foreldrarnir komnir í frí. Og mamma gamla náði öllum prófum með glans. Lakasta einkunn 7 í stærðfræði, annars bara 8+ og ein 10ja. Held bara að sú gamla sé að standa sig í fjarnáminu, þrátt fyrir undanþáguna. Fékk leyfi fyrir 12 einingum, en venjulega  máttu bara taka 9 einingar á önnGrin.

Svo erum við svo skrítin. Ætlum að fá okkur nýja eldhúsinnréttingu með vorinu, en byrjum á því að kaupa nýjan ísskáp og veggofn. Sennilega ekki margir sem byrja á vitlausum enda við að endurnýja eldhúsið. En þvílíkur munur.... Nú þarf ekki lengur að geyma helminginn af jólamatnum úti á svölum og svo skal bakað á morgunCool

 En stóri strákurinn minn, ekki fyrr kominn heim úr Ammríkunni, bara byrjaður að vinna. Fór að keyra strætó í kvöld og Kynnisferðir að herja á hann að keyra yfir jól og áramót. Litla barnið líka að vinna í kvöld og öll kvöld framá aðfangadag. Svolítið erfitt fyrir litla jólasveina að setja í stóra skó, þegar engir skór eru heimaWoundering.

En gleðileg jól öll sem nennið að lesa bullið mitt, og gleðilegustu jól til ykkar sem setjið inn commentInLove

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigga

 Vá frábær árangur, til hamingju! Ég vissi að þú værir dugleg en ég vissi ekki að þú værir svona dugleg.  Og til hamingju  með að fá strákinn þinn heim, með nýju græjurnar og lífið!

  Gleðileg jól

Anna Sigga, 22.12.2007 kl. 10:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

barabull

Höfundur

Fishandchips
Fishandchips

Er bara á besta aldri. 2 krakkar, misjafnlega uppkomnir, kall og 2 kettir á heimilinu. Finnst bara gaman að bulla smá og hafa samskipti við allskonar fólk

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband