24.12.2007 | 00:31
Gleðileg jól
Mín alveg á síðasta snúning til að fara ekki í jólaköttinn. Að ráði Elsu Lund var farið í ZikZak eftir kvöldmatinn. Ég meina 20% afsláttur af öllu.
Hef alltaf álitið að ég væri heppin að vera hálfgerður dvergur á hæð og hafa átt erfitt með að halda holdum í gegnum tíðina. "small" hefur alltaf smellpassað, þó svo að allar buxur hafi þurft að stytta um ca. einn kílómetir. Og venjulega er allt fullt á öllum útsölum sem passar á mig. En nú er allt öfugsnúið.Byrjaði á því að prufa pils og topp, leit út eins og rúllupylsa. Kjóllinn sem var næst á dagskrá var of stór og leggings of litlar. "Small" passar ekki lengur. Hvíslaði að afgreiðsludömunni "áttu þetta í medium". En þá var mest af minni stærð uppselt.
Ojæja, maður á það víst til að gildna með aldrinum. En hjá mér er það bara bumban sem stækkar þetta hlýtur að vera smitandi, því ektamakinn skartar einni myndarlegri. Og byrjaði að safna um leið og við byrjuðum saman.
Keypti samt eitt og annað. Vona bara að fjármálastjórinn fari ekki á taugum þegar hann skoðar heimabankann
Um bloggið
barabull
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (31.10.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mæli með stasiu í Kringlunni frábær föt og frábær þjónusta þær segja manni hreint út hvort þetta fari manni eða ekki hvort sem það er dýrasta dressið sem maður er að máta eða ekki , Gleðileg jól
Gunna-Polly, 24.12.2007 kl. 01:16
Gleðileg jól
Anna Sigga, 24.12.2007 kl. 11:09
Gleðileg jól til þín og þinna. Takk fyrir skemmtileg kynni í bloggheimum
Bjarndís Helena Mitchell, 25.12.2007 kl. 00:43
Gunna-Polly, Hef held ég aldrei prufað Stasiu, en er ákveðin í að kíkja þar við.
Díana, þetta er sennilega bara rétt hjá þér með stólinn
Bjarndís, sömuleiðis
Og gleðilegt ár, bloggumst meira á því nýja
Fishandchips, 28.12.2007 kl. 00:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.