28.12.2007 | 00:33
Skítakuldi
En það fylgir víst því að búa í gömlu timburhúsi sem heldur varla vatni né vindum. Erum við hjónakornin búin að vera skjálfandi úr kulda í allan dag. Kuldastrengur inn um alla óþéttu gluggana á norðurhliðinni.
Og þegar litla barnið kemst varla fram úr rúminu ( er með sjónvarpskapal inn um gluggann, ekki hægt að loka) og er síðan bara í úlpunni allan daginn, innandyra. Stóra barnið kvartaði ekkert, fór að vinna kl. 6 í morgun. Þessi elska
Held bara að nýir gluggar séu að fá forganginn fyrir yfirhalningu á baðherbergjunum. En eldhúsinnréttingin kemur samt fyrst og ekki orð um það meir.
Planið er að taka böðin í gegn að ári, en eftir næsta sumar verðum við örugglega búin að gleyma þessum kulda og óþéttum gluggum.
Svo er víst verið að spá vatnsveðri á sunnudaginn, þannig að það þarf víst að fara að taka fram koppa og kyrnur. Ekki má parketið skemmast
Um bloggið
barabull
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.