Logn og blíða......

Sumarsól... varla.

Samt óvenjugott veður hérna í höfuðborginni í dag. Þrátt fyrir smá frost, fór letihaugurinn í lítinn labbitúr. Þar sem búsetan er nálægt miðbænum, var stefnan tekin á Laugaveginn. Með smá frávikum: banki, pulsa, malt og viðkoma í matvörubúð.

Svo var mín tilbúin að steðja niður laugaveginn. Játa það að vera sárasjaldan þar á ferðinni, en þvílíkt sjokk!!! Hvað hefur orðið um öll þessi fallegu gömlu hús? Núna sé ég bara niðurnídda kofa sem eigendur virðast ekki hafa neinn áhuga á að halda við.

Já, held ég sé að fatta þetta.... auðvitað eru miklu meiri peningar í lóðunum. Þá er hægt að byggja háhýsi sem skila miklu meira arði en þessir kofar, sem eru víst flestir að hruni komnir og ekki einu sinni rottuheldir.

Held að þetta sé íslendingurinn í hnotskurn. Við skömmumst okkar fyrir að vera svona sein útúr moldarkofunum, og allt sem minnir okkur  á gamla tíma skal burt. Við erum nútímaleg þjóð.

Er ekki í tísku hjá okkur þessi minimalisti? Köld og dauð heimili. Ekkert persónulegt uppivið, eins og við skömmumst okkar fyrir fortíðina. Það fólk sem aaaaar og ooooar, þetta er svo brilljant, er það ekki aðeins of týnt í þessari fyrringu.

Bara smá hugleiðing.

 Vertu þú sjálfur og hættu að elta rófuna á tískunni. Við höfum öll ólíkan smekk, en virðum það, ekki elta.

Bullið hefur mælt Thank You 

 








« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigga

Góð 

þó er veðrið varla uppá marga "fiska" (og franskar) í dag!?!

Anna Sigga, 31.1.2008 kl. 09:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

barabull

Höfundur

Fishandchips
Fishandchips

Er bara á besta aldri. 2 krakkar, misjafnlega uppkomnir, kall og 2 kettir á heimilinu. Finnst bara gaman að bulla smá og hafa samskipti við allskonar fólk

Færsluflokkar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.7.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 508

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband