Alltaf sama stuðið í 105

Sat að venju við lærdóminn í dag, en varð litið út um gluggann um hálffimm leytið. "Er alltaf að bíða eftir stórhríðinni, sennilega." En þá sá ég þvílíkan reykjarmökk stíga upp þar sem gamla Bílanaust húsið var. "Nú er þar komið millahús, reyndar enn í byggingu"

Ég hljóp niður að segja ektamakanum að það væri sennilega kviknað í niður í Borgartúni. Þá var hann dottinn niður í bókina eftir Steven King "Farsíminn" sem ég náði að krækja í á bókasafninu í dag.

Hann hrökk við, því hann hafði einmitt verið að lesa um sprengingar og eldsvoða á fyrstu blaðsíðum bókarinnar. Hélt í fyrstu að hann væri kominn inn í hugarheim Master King.

En við vorum forvitin að sjá hvað væri að brenna og hlupum þessa 500 metra að brunasvæðinu en þá var það ekki merkilegra en bara byggingakrani, sem stóð í ljósum logum,  sem sennilega olíurör hafði farið í sundur. En þetta var samt stór eldur og ennþá stærri reykur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigga

Úú ég var orðin æsispennt  gastu ekki logið e-u um framhaldið? -spaug

Anna Sigga, 7.2.2008 kl. 09:01

2 Smámynd: Bjarndís Helena Mitchell

Það er þó lán í óláni að enginn meiddist í þessum bruna.

Bjarndís Helena Mitchell, 9.2.2008 kl. 00:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

barabull

Höfundur

Fishandchips
Fishandchips

Er bara á besta aldri. 2 krakkar, misjafnlega uppkomnir, kall og 2 kettir á heimilinu. Finnst bara gaman að bulla smá og hafa samskipti við allskonar fólk

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband