Gott að búa á skjólgóðum stað

Höfum varla orðið vör við þetta óveður. Húsið ekki mjög háreist, þó á tveimur hæðum sé. Svo eru há tré hér allt í kring. Jú,jú það kvein smá í verstu kviðunum, en ekkert meira en í öðrum veðrum þennann veturinn.

Þannig að við hjónakornin settumst niður í betristofunni, með kertaljós og hvítvínsglas, að horfa á "Loga í beinni". Þá heyrðum við all í einu þvílíkt brothljóð, bara eins og einn glugginn uppi hefði farið í mask. Mér datt strax í hug að eitthvað af byggingasvæðunum í Borgartúninu hefði farið af stað og fundið sér leið inn um glugga hjá okkur. En við rukum upp úr kósýstemmingunni og fórum að leita upptaka brothljóðsins. Allir gluggar virtust í lagi, en þá datt ektamakanum í hug að kíkja út. Og þar lá skýringin, klakastykki hafði runnið af þakinu og farið í þúsund mola á tröppunum. Þvílíkur léttir að þetta var ekki meira.

Þannig að við önduðum léttara og reyndum að ná aftur kósýstemmingunni yfir "Loga". Nokkrum mínútum seinna kemur sonurinn heim úr vinnunni. Hann var rennblautur að hlaupa úr bílnum og inn. Að hans sögn var Miklabrautin "ljós dauðans". Ekkert nema lögreglu og hjálparsveitarbílar. En síðan hleypur hann upp í herbergið sitt. Augnabliki síðar er hrópað "MAMMA". Við fáum áfall í sófanum, ok, nú eru gluggarnir hjá honum farnir (áveðurs). Síðan kom: Eruð þið ekkert að spá í lekanum, hvar eru föturnar, það hriplekur hérna í holinu.

Þannig að þetta óveður var bara venjulegt. Rok og rigning=leki. En við misstum að mestu af Loga. Don't Worry About It 






« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigga

Þið náið honum bara í endursýningunni karlinum :)

Anna Sigga, 11.2.2008 kl. 16:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

barabull

Höfundur

Fishandchips
Fishandchips

Er bara á besta aldri. 2 krakkar, misjafnlega uppkomnir, kall og 2 kettir á heimilinu. Finnst bara gaman að bulla smá og hafa samskipti við allskonar fólk

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband