Nenni ómögulega að blogga um þessi stjórnmál,

sami grautur í sömu skál, ár eftir ár.

Var að horfa á áhugaverðan þátt á ríkinu áðan, en hann fjallaði um Búdda lækni og Búddatrú. Vonandi fyrirgefst mér lesblindan á ókunnuleg orð. En ég varð nokkuð heilluð af þessari trúartjáningu.

Er langþreytt á þessu heilagleika bulli hjá mótmælendum og kaþolikkum, þó svo að auðvitað sé eitthvað gott að finna hjá báðum. Kannski er ég Buddisti í eðli mínu.

Það sem mig verkjar undan í kristinni trú, er vægðarleysið. Hver hefur ekki lesið, séð, heyrt eða upplifað svo kristið fólk, að það hafi talað illa um náungann, farið illa með börn, sýnt afskiptaleysi og þetta: Ég er kristin manneskja, fjandinn hafi alla aðra, öll önnur trú er villutrú sem þarf að uppræta.

Hvar er umburðalyndið? Veit ekki betur en að Jesú, hafi verið að reyna að kenna okkur það.

Viðurkenni að ég á erfitt með að fara í kirkju, fer ekki þar inn fyrir dyr ótilneydd. Þrátt fyrir að tilheyra Óháða söfuðinum ( Pétur tekur sig og trúna ekkert of alvarlega) 

En er Guð ekki bara það góða sem býr innra með sérhverri manneskju, sama hvaða nafni hann nefnist? Í Búddisma er þetta umburðarlyndi haft í hávegum. Elskaðu náungann eins og þú elskar sjálfan þig.

Held bara að þetta sé akkúrat það sem ég hef alltaf haldið fram, að sé það eina rétta. Svo er endurholgunin mjög spennandi hjá Búddismum. Hef oft dreymt, eins og ég sé í öðru lífi, að ég sé manneskja uppi um 1900. Fátæk og aum en að reyna komast út úr sveitamenninguni. Er að bíða á einhverskonar umferðamiðstöð eftir bílnum sem flytur mig á brott, en áður en að því kemur er mér kippt inn í raunveruleikann á ný.Vont, vont. Nota bene, þetta var ekki á Íslandi.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarndís Helena Mitchell

Já, það er aldrei að vita hvort að við höfum lifað áður. Mér hefur dreymt að ég hafi verið uppi þegar svartidauði geysaði, sem barn, lasin en af ríkum ættum. Þetta var martröð og ég veit ekki hvaðan hún kom. Þetta eru áhugaverðar pælingar.

Bjarndís Helena Mitchell, 22.2.2008 kl. 12:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

barabull

Höfundur

Fishandchips
Fishandchips

Er bara á besta aldri. 2 krakkar, misjafnlega uppkomnir, kall og 2 kettir á heimilinu. Finnst bara gaman að bulla smá og hafa samskipti við allskonar fólk

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband