23.2.2008 | 02:13
Alveg óþolandi....
Vakna þreytt á morgnana (ræðum ekkert frekari tímasetningu) er syfjuð og óupplögð allan daginn.
Á hverjum degi er tekin sú ákvörðun að fara snemma að sofa næsta kvöld. Síðan druslast maður í gegn um daginn. En uppúr 20:00 fer fólk að vakna til lífsins. Þá er kannski kíkt smá á sjónvarpið, hent í þvottavél, vaskað upp og þurrkað af. Svo þarf að sinna náminu pínu. Áður en við er litið er komið miðnætti og kallinn segir "góða nótt". Svara á móti "er alveg að koma, góða nótt".
Síðan er kominn tími til að halla sér. Er þeirri ónátturu haldin, að þurfa helst að lesa mig í svefn, en það gengur víst ekki í hjónaherberginu. Sumir þurfa myrkur og þögn til að sofa. Svo það er lagst fyrir á stofusófann með góða bók. Eftir nokkurra klukkutíma lestur, leitar hugurinn upp í rúm. Ok, nú get ég farið að sofa. En þegar svefnherbergishurðin er opnuð, taka á móti mér hroturokur. Þá er spurningin.... Hvort er betra, að umbera lágværar hrotur í kettinum og sofa á óþægilegum sófa, eða liggja pirraður upp í rúmi og hlusta á makann í draumalandinu. Endirinn er yfirleitt á annan veginn, og sef illa. Er að vakna á klukkutíma fresti, vaki í annan og næ venjulega ekki nema 2-4 tíma slitróttum svefni á nóttu.
Niðurlag seinna.....
Um bloggið
barabull
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
lol.... En ef við erum syfjaðar vegna svefnleysis..... afhverju erum við skýrari á nóttunni???
Fishandchips, 23.2.2008 kl. 03:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.